Skúli í Subway kærir Svein Andra

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923.
Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923. Árni Sæberg

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri félagsins EK 1923, hefur verið kærður til héraðssaksóknara vegna meintra ólögmætra þvingana og rangra sakargifta. Fyrst var greint frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Kærendur eru Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway og viðskiptafélagar hans, Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Hjaltason, auk félaga í þeirra eigu. Telja kærendur að Sveinn Andri hafi reynt að afla þrotabúinu, sem greiði laun skiptastjóra, fjármuna með ólögmætum hætti og hafi af því beinan persónulegan ávinning.

„Eins og ég horfi á þetta eru þetta einhverskonar tilraunir til þess að hafa áhrif á störf skiptastjóra við uppgjör á þessu þrotabúi,“ segir Sveinn Andri í samtali við mbl.is.

Hann hafði áður kært Skúla og félaga til héraðssaksóknara fyrir meinta ólögmæta ráðstöfun fjármuna úr félaginu EK 1923. „Þær kærur hafa farið í gegnum forathugunarferli hjá héraðssaksóknara og eru orðnar að sakamáli og það kemur bara í ljós hver niðurstaðan verður þar, en að kalla þetta útbreiðslu rangra sakargifta er algjörlega út úr öllu korti,“ segir Sveinn Andri.

Hann segir að hann sem skiptastjóri gæti hagsmuna kröfuhafa þrotabúsins og reyni að sjá til þess að eignir komi upp í kröfur þeirra.  Kröfuhafar hafi allt frá því að hann var skipaður skiptastjóri haft samband við sig og tjáð sér að þá grunaði að eigandi félagsins hefði fært eignir út úr félaginu.

 „Þetta er bara sannleikurinn, þetta var erindi kröfuhafanna við mig. Þá grunaði að eigandi félagsins hefði strípað það innan frá,“ segir Sveinn Andri, sem segist hafa fullan stuðning nær allra kröfuhafa búsins.

„Það er einn kröfuhafi sem hefur mætt á skiptafundi sem hefur ekki verið sammála mér, en hann er jafnframt lögmaður Skúla. Allir aðrir hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir,“ segir Sveinn.

Vildi forða þeim frá sakamáli

Hann segist í árslok í fyrra hafa viljað gefa Skúla og félögum hans tækifæri til þess að forða sér frá sakamáli með því að endurgreiða tæpar 50 milljónir til þrotabúsins.

„Að kalla þetta þvinganir er gjörsamlega út úr korti. Þegar kvartað var til héraðsdóms þá var það talið að ég hefði verið of sveigjanlegur við viðkomandi og að ég hefði átt að leggja strax fram kæru, þannig að þarna er öllu heldur betur snúið á haus,“ segir Sveinn sem segist ekki hafa neinar áhyggjur af kærunni.

Þess ber þó að geta að úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins segir í úrskurði sínum frá 9. október sl. að í þeim bréfum sem Sveinn Andri sem skiptastjóri sendi á kærendur hafi falist ótilhlýðileg þvingun gagnvart þeim í skilningi 35. gr.  siðareglna lögmanna og að aðfinnsluvert hafi verið af hálfu Sveins Andra að setja fram ítrekaðar kröfur um greiðslu skuldbindinga, sem ljóst var að kærendur féllust ekki á og vildu verja fyrir dómstólum.

Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Ernir Eyjólfsson

„Ég hlýt auðvitað að skoða það alvarlega að gera alvarlegar athugasemdir á réttum vettvangi við þessar tilraunir viðkomandi og lögmanna þeirra til þess að trufla störf skiptastjóra. Skiptastjóri er opinber sýslunarmaður, skipaður af héraðsdómi og hefur mikil völd, rannsóknarvöld þegar hann er að „liquidera“ búið. Ég lít svo á að þarna séu kærði og hans lögmenn að grafa undan störfum opinbers sýslunarmanns í því skyni að ná fram einhverskonar fjárhagslegu hagsmunum.“

Hafnar því að þrotabúið hafi verið hreinsað

Skúli Gunnar Sigfússon segir í samtali við mbl.is að kæran byggist á því mati lögmanna hans, að Sveinn Andri hafi gerst brotlegur við lög í starfi sínu sem skiptastjóri þrotabúsins.

Í kærunni segir að það sé skoðun kærenda að Sveinn Andri hafi nýtt stöðu sína sem skiptastjóri og opinber sýslunarmaður til að reyna að þvinga Skúla og félaga til að greiða þrotabúinu einkaréttarlegar kröfur, sem Sveinn Andri hafi vitað að væru umdeildar og bæri að leiða til lykta fyrir dómstólum. Þá hafi Sveinn Andri sem skiptastjóri persónulega hagsmuni af því að fjármunir innheimtist í þrotabúið.

Skúli Gunnar segir þær ásakanir sem Sveinn Andri hefur eftir kröfuhöfum, um að félagið hafi verið hreinsað innan frá, ekki eiga við nokkur rök að styðjast.

 „Það eru bara svo fáránlegar ásakanir. Ég er með gögn sem sýna að ég setti vel á annað hundrað milljónir inn í félagið í peningum, á þessum tíma sem hann segir að ég hafi verið að strípa félagið. Hann er dálítið eins og Donald Trump, setur fram einhverjar staðhæfingar sem er enginn fótur fyrir og þá bara á fólk að trúa þeim,“ segir Skúli.

Sveinn fékk 26 milljónir í skiptaþóknun á fimm mánuðum

Hann segir Svein Andra hafa mikla persónulega hagsmuni af því að sem mest fé komi inn í þrotabúið. „Ég get byrjað á að segja þér það að frá nóvember á síðasta ári og fram í mars, þá var hann búinn að hirða um 30 milljónir, sem hann persónulega var búinn að taka í þóknun út úr þessu litla þrotabúi,“ segir Skúli.

Skjal um yfirlit skiptakostnaðar miðað við 24. mars síðastliðinn, sem mbl.is hefur undir höndum, staðfestir þetta, en þar segir að skiptaþóknun sé 26.046.250 kr. og renna þeir fjármunir til Sveins Andra sem skiptastjóra. Heildarskiptakostnaður var 31.779.843 kr.

„Núna er hann líklegast kominn í 40-50 milljónir. Hann mun fara langleiðina með að ryksuga allt út úr þessu þrotabúi. Það er skiptafundur núna 1. desember held ég, þá þarf hann að upplýsa hvað hann er kominn í þá. Ég spái því að hún sé allavega 40-50 milljónir,“ segir Skúli.

„Þetta eru helvíti góð laun. Það væri hægt að reka blaðamann á þessu í örugglega 3-4 ár, en þetta fékk hann upp í hendurnar og fær að fara fram með þessum hætti.“

mbl.is

Innlent »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

102 tilkynningar um innbrot

15:21 Tilkynningum um innbrot fjölgaði mikið í nóvember miðað við meðalfjölda undanfarinna mánaða og hefur innbrotum fjölgað töluvert síðustu mánuði. Alls bárust 102 tilkynningar um innbrot í nóvember. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

14:54 „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Enginn enn verið ráðinn

14:45 Væntanlega verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum hver verði næsti ferðamálastjóri og taki við embættinu um áramótin en eins og mbl.is hefur fjallað um sóttu 23 um starfið og koma af þeim þrír til greina. Meira »

106 milljóna skattabrot á fimm árum

14:28 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meint skattabrot upp á samtals um 106 milljónir króna á árunum 2008 til 2012. Tengjast brotin fimm einkahlutafélögum sem maðurinn stýrði. Meira »

„Það hefur bara allt sinn tíma“

13:55 „Þetta er bara ákvörðun innan fjölskyldunnar að hætta núna,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í samtali við mbl.is en tekin hefur verið ákvörðun um að loka gestastofunni á bænum um áramótin þar sem tekið hefur verið á móti miklum fjölda ferðamanna undanfarin sjö ár. Meira »

Stokka þarf framgangskerfið upp

14:01 Það dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands á árabilinu 2010 til 2015. Hins vegar skilar framgangskerfið sér í hærri launum til karla, en kerfið þarnfast gagngerrar uppstokkunar sem taki mið af innbyggðri mismunun á öllum stigum stefnumótunar og kerfisbreytinga. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...