Tryggingastofnun flytur vegna myglu

Tryggingastofnun flytur líklega úr húsnæði sínu við Laugaveg á næsta ...
Tryggingastofnun flytur líklega úr húsnæði sínu við Laugaveg á næsta ári. mbl.is/Ófeigur

Tekin hefur verið ákvörðun um að flytja Tryggingastofnun ríkisins úr húsnæði sínu við Laugaveg þar sem hún hefur verið í áratugi, vegna myglu. Ekki hefur verið ákveðið hvert stofnunin flytur en Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri vonast til að það verði gert á næsta ári.

Yfir 20 starfsmenn veikst og nokkir hætt

Aðspurð segir hún að ríflega 20 starfsmenn Tryggingastofnunar hafi veikst eða fundið fyrir vanlíðan sem hefur verið rakin til myglunnar. Hún greindist fyrst í húsnæðinu undir lok desember í fyrra. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 100 talsins.

Einn starfsmaður hefur sagt upp vegna myglunnar eftir að hafa ekki treyst sér til að mæta aftur til starfa vegna veikinda henni tengdum. Sigríður Lillý segir að líklega hafi myglan einnig haft áhrif í brotthvarfi tveggja annarra starfsmanna.

„Þetta er ekki einfalt þegar um opinberar stofnanir er að ræða,“ segir hún um flutninginn og bætir við að stofnunin sé að vinna að þarfagreiningu og húsrýmisáætlun í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins.

Hreinsun gekk ekki samhliða starfseminni

Fyrst um sinn var reynt að hreinsa mygluna út úr húsnæðinu og fólk var flutt til í húsinu en það gekk ekki upp. Ákvörðunin um flutninginn var tekin eftir að fólk kom úr sumarleyfum sínum í lok sumars og heilbrigðisráðuneytið féllst á hana. „Þá var þetta svo augljóst að okkur var ekki að takast að hreinsa húsnæðið þannig að það væri hægt að nýta það samhliða því að vera með starfsemi í húsinu.“

Sigríður Lillý Baldursdóttir.
Sigríður Lillý Baldursdóttir.

Fimmta hæðin ónýt

Fimmta hæð byggingarinnar, sem er sú efsta, var afgreidd ónýt vegna myglunnar og stóðu vonir til þess að endurbætur á hæðinni myndu duga til vinna bug á vandanum, ásamt hreinsun myglu á öðrum hæðum og lokun kjallarans. Það gekk ekki eftir samhliða starfseminni. „Um leið og farið er að rótast í sýktum svæðum þá ýfa menn upp myglugró og þá í rauninni gusu upp veikindi hér hjá okkur. Svo við óskuðum eftir að þær framkvæmdir yrðu stöðvaðar og litum til þess frekar að flytja okkur í annað húsnæði.“

Hún tekur samt fram að ekki sé þar með sagt að húsnæðið við Laugaveg sé ónýtt. Það fólk sem hefur fundið fyrir vanlíðan vegna myglunnar hefur verið flutt í bráðabirgðahúsnæði þar sem innangengt er á Laugaveg 118 en stofnunin er til húsa á Laugavegi 114 og 116. „Ef menn óska eftir því og telja sig vera að finna fyrir slíku þá bregðumst við auðvitað við og flytjum þá.“

Tryggingastofnun ríkisins.
Tryggingastofnun ríkisins. mbl.is/Árni Torfason

Mikilvægt að gæta að heilsu starfsmanna

Sigríður Lillý segir að nóg sé að gera hjá Tryggingastofnun fyrir og því hafi myglan og allt það sem henni fylgi valdið auknum vanda og álagi. „Það er alveg óþarfi að bæta ofan á reksturinn, það er nóg að gera samt þó að við fáum ekki þetta. Það er líka mjög mikilvægt að gæta að heilsu starfsmanna og búa þeim til góðar starfsaðstæður, að þeir búi ekki við heilsuspillandi húsnæði,“ greinir hún frá og bætir við að málið hafi verið unnið í góðri sátt og samstarfi við starfsmenn. 

Enn eru framkvæmdir í húsinu. Verið er að ljúka við endurbætur á fimmtu hæðinni og leitað er leiða til þess að ræsta betur þá staði sem búið er að loka fyrir starfsemi á vegna myglunnar.

Forstjórinn tekur fram að mygla hafi ekki greinst í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar.

Hún býst við því að auglýst verði eftir nýju húsnæði fyrir stofnunina og að líklega verði um leiguhúsnæði að ræða.

mbl.is

Innlent »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vestfirðingar til sjós og lands
Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti kolakranastjórinn var Vestfirði...
VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...