Geta átt von á lykt og reyk í þrjá daga

Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka, um 2,5 km ...
Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka, um 2,5 km frá Húsavík. 500 menn vinna nú við lokafrágang. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Húsvíkingar geta hugsanlega fundið lykt og séð reyk stíga úr neyðarstrompi kísilvers PCC BakkaSilicon ehf. á iðnaðarsvæðinu á Bakka í um þrjá sólarhringa eftir miðjan janúar. Þá verða ljósbogaofnar verksmiðjunnar hitaðir upp með brennslu timburs.

Áhrifin á Húsavík geta þó farið eftir veðri og vindátt og lofar forstjóri PCC að líta til veðurspár áður en þetta ferli hefst.

Kísilverið er í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá byggðinni á Húsavík og er Húsavíkurhöfði á milli. „Vonir okkar standa til þess að íbúarnir finni ekki fyrir neinu. Verksmiðjan er ekki í sjónlínu frá bænum og við eigum ekki von á að lyktin verði það sterk að hún berist mikið út fyrir athafnasvæði verksmiðjunnar. En það fer eftir vindátt og veðri. Við munum skoða veðurspána,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri kísilversins.

Allt að verða tilbúið

Nú er unnið á fullu við lokafrágang verksmiðjunnar. Yfir 500 manns starfa við það.

Þeistareykjavirkjun verður gangsett í dag og raflínur, tengivirki og spennistöðvar Landnets eru tilbúnar. Er því unnt að hefja afhendingu á raforku til kísilversins. Vinnudagsetning PCC fyrir gangsetningu verksmiðjunnar hefur verið 13. desember. Hafsteinn segir að verksmiðjan verði ekki gangsett fyrr en hún verður alveg tilbúin og nú sé útlit fyrir að það verði seinnihluta janúarmánaðar.

Fram til gangsetningardags er unnið að svokölluðum kaldprófunum. Þá er farið yfir allan búnað og gengið úr skugga um að hann sé tilbúinn til framleiðslu.

Gangsetning hefst með svokallaðri heitræsingu. Í upphafi eru fóðringarnar í ofninum þurrkaðar með því að brenna timri í ofninum. Í kjölfarið er rafmagni hleypt á ofninn og það tekur við upphituninni. Þetta ferli getur tekið um 3 sólarhringa og á þeim tíma er ekki hægt að nota reykhreinsivirki versins til að draga úr mengun. Má því búast við reyk úr neyðarreykháfi verksmiðjunnar og lykt. Hafsteinn segir að eingöngu verði brennt hreinu timbri. Þó má einnig búast við að ýmis efni úr ofninum leysist upp og blandist viðarbrennslulyktinni.

Þegar þessu ferli er lokið er reykhreinsivirkið gert virkt og það á að hreinsa 99,9% ryks í útblæstri frá ljósbogaofnunum. Fyrstu afurðirnar koma út úr ofnunum um það bil viku síðar.

Öðruvísi en í Helguvík

Mikil vandamál hafa verið í rekstri kísilvers United Silicon í Helguvík, meðal annars vegna lyktarmengunar, og að lokum var verinu lokað tímabundið. Hafsteinn er viss um að lenda ekki í slíkum vandræðum.

Hann segir að verksmiðjan sé í grundvallaratriðum frábrugðin verksmiðjunni í Helguvík. Hann nefnir fyrst að ákveðið hafi verið að hafa tvo ljósbogaofna í stað eins stórs eins og er í Helguvík. Ofnarnir eru að mati PCC af þeirri stærð sem reynst hefur best. Þekkt sé í þessum iðnaði að eftir því sem ofnarnir eru stærri þeim mun erfiðara sé að hafa stjórn á hitanum og reksturinn verði óstöðugri.

Einnig er notuð önnur rafskautatækni. PCC kaupir rafskautin tilbúin og bakar þau áfram í rafmagnsofnum þannig að þau breytast í grafít. Þessi tækni varð fyrir valinu þar sem hún gefur bestu niðurstöðu í rekstri, dregur úr orkunotkun og hefur minnstu umhverfisáhrifin. Til dæmis lágmarkar hún losun efna sem valda lykt við gangsetningu. Í Helguvík er notuð eldri og ódýrari tækni. Hráefnum í rafskautin í mokað í málmhólka sem bakast í ofnunum og verða þar að skautum.

Í kísilveri PCC á Bakka verða tveir minni ofnar í ...
Í kísilveri PCC á Bakka verða tveir minni ofnar í stað eins líkt og er í verinu í Helguvík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þriðja atriðið er reykháfur sem hægt er að nota í neyðartilvikum og tryggir að rykið fer hærra og dreifist meira.

Lyktarákvæði í starfsleyfi

Hafsteinn segir einnig að það auki öryggi verksmiðjunnar að öll hönnun og tækni komi frá sama fyrirtækinu, þýska félaginu SMS, sem hafi langa reynslu af slíkum verkefnum. SMS sér um alla verkþætti við byggingu verksmiðjunnar og ber jafnframt ábyrgð á að rekstur ofna hennar verði í samræmi við starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun hefur lagt mikla vinnu í undirbúning starfsleyfis fyrir kísilver PCC en leyfið var nýlega gefið út. Einar Halldórsson, verkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, telur að meiri vinna hafi verið lögð í þetta starfsleyfi en nokkurt annað hér á landi.

Reynslan úr Helguvík hefur nýst við þessa vinnu. Einar segir að sett hafi verið nýtt skilyrði í starfsleyfið, svokallað lyktarákvæði. Hægt sé að skrá strax frávik frá starfsleyfi ef lykt finnst frá verksmiðjunni.

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...