Háskólafólk í atvinnuleit

Útlent starfsfólk gegnir hér fjölbreyttum störfum og margir í þeim …
Útlent starfsfólk gegnir hér fjölbreyttum störfum og margir í þeim hópi eru menntaðir umfram kröfur starfsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ríflega helmingur þeirra útlendinga, sem hafa fengið atvinnuleyfi hér á landi það sem af er árinu, er með háskólamenntun. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn í október 2017.

Vinnumálastofnun gaf út 164 atvinnuleyfi til útlendinga í október. Stofnunin hafði þá gefið út 1.546 atvinnuleyfi það sem af var árinu og voru það fleiri atvinnuleyfi til útlendinga en gefin voru út allt árið í fyrra. Tekið skal fram að fólkið sem fær umrædd atvinnuleyfi kemur frá löndum utan EES-svæðisins.

Af leyfunum 164 sem gefin voru út í október voru 58 leyfi til nýrra útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, 63 voru framlengd leyfi, eitt leyfi var á grundvelli þjónustusamnings og 42 leyfi voru til námsmanna. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að 58,2% kvenna í hópi umsækjenda sé með  háskólamenntun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert