Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti (t.h.) og Nicolas Hulot, ráðherra umhverfismála í ...
Emmanuel Macron Frakklandsforseti (t.h.) og Nicolas Hulot, ráðherra umhverfismála í Frakklandi (t.v.) ásamt þýska umhverfisráðherranum fráfarandi, Barböru Hendricks. Myndin er tekin á loflagsþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd/AFP

„Víðtækar breytingar eru að verða á hafinu – þegar kemur að hitastigi, hafstraumum og efnafræðilegum eiginleikum. Súrnun sjávar er raunveruleg og alvarleg ógn sem stafar að lífríki sjávar. Kóralrifjum, sem eru fræg fyrir líffræðilega fjölbreytni, bíður svört framtíð – bókstaflega – með hækkandi hitastigi og súrnun.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Íslands sem lesin var upp á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Í henni kemur fram að ástæða sé til að hafa áhyggjur af framtíð lífríkisins umhverfis Íslands og þar með sjávarútvegsins.

Bent er á að á fáum stöðum sé hnattræn hlýnun augljósari en á Íslandi. Vatnajökull, sá stærsti í Evrópu, minnki hratt, ár frá ári. „Jöklar gætu að miklu leyti horfið á einni eða tveimur öldum,“ segir í yfirlýsingunni.

Fram kemur að áhrifin á hafið hafi lengi verið falið vandamál en Ísland hafi gengið til liðs við Alliance to Combat Ocean Acidification, með það fyrir augum að vekja máls á vandanum. Íslendingar eigi mikið undir sjávarútvegi en hlýnun jarðar gæti raskað allri fæðukeðju hafsins. Fram kemur að aðeins ein lausn sé á þessum vanda. Hún felist í því að draga úr losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda. „Ísland mun halda tryggð við Parísarsamkomulagið og vinnur að því að útfæra reglur til að tryggja framgang þess.“

Hlýnun jarðar og súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á ...
Hlýnun jarðar og súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á fæðukeðjuna við Íslandsstrendur. mbl.is/Rax

Bent er á að Ísland sé þegar undir viðmiðum um endurnýjanlega orkugjafa þegar kemur að rafmagni og húshitun. Orkuskiptum í samgöngum – með stuðningi hins opinbera – miði vel. Aðeins í Noregi sé hlutfall nýrra raf- og tvinnbíla hærra. Fram kemur að skipaflotinn sé eftirbátur í þessum efnum en handan við hornið séu skip sem gangi fyrir rafmagni, vetni og metanóli. „Orkuskipti þegar kemur að bíla- og skipaflotanum munu ekki verða í sviphendingu,“ segir í yfirlýsingunni en að þar liggi metnaður Íslands þegar kemur að minnkun á losun.

Í henni kemur fram að sjálfbærni í landnotkun sé mikilvægur þáttur þegar kemur að því að draga úr losun. Íslendingar þurfi að efla skógrækt, uppgræðslu, endurheimt votlendis og önnur verkefni sem stuðli að minni losun.

Loks segir að sú stefnumótun sem eigi sér nú stað vegna Parísarsamkomulagsins eigi að hjálpa Íslandi að standa skil á skuldbindingum sínum um losun. Íslendingar munu á næsta ári búa yfir góðu regluverki til að stíga mikilvæg skref með það að markmiði að sporna við loftlagsbreytingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tiltekin gjöld hækka um 2%

09:53 Gert er ráð fyrir því, að ýmis lögbundin gjöld, tengd skattkerfinu, hækki um 2% um áramótin í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar. Þetta á meðal annars við um útvarpsgjald til Ríkisútvarpsins, sem hækkar úr 16.800 krónum í 17.100 krónur, samkvæmt því sem kemur fram í fjárlagafrumvarpinu. Meira »

Átak gegn skattsvikum

09:47 Stefnt er að á fyrstu mánuðum næsta árs verði lögð fram drög að lagafrumvarpi um hertar aðgerðir og endurbætt tæki í baráttunni gegn skattundanskotum og skattsvikum. Meira »

Skuldir lækki um 50 milljarða

09:43 Gert er ráð fyrir því að skuldir ríkissjóðs muni lækka um 50 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Aukin framlög til heilbrigðismála

09:12 Aukin framlög verða til heilbrigðismála á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að 8,5 milljörðum verði bætt við sjúkrahúsþjónustu, borið saman við fjárlög þessa árs, 1,9 milljörðum verði bætt við hjá heilsugæslu og 4,2 milljörðum til lyfjakaupa. Meira »

Ný fjárlög kynnt - beint

09:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir ný fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018 á fundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu núna klukkan 9:00. Frumvarpið var klárað af stjórnarflokkunum fyrir um viku, en ráðuneytið hefur haft það til vinnslu síðan þá. Meira »

Staðfesti úrskurð Félagsdóms

08:53 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Félagsdóms þar sem máli Kennarasambands Íslands gegn íslenska ríkinu var vísað frá. Meira »

Stúfur tjáir sig á Twitter

08:45 Enn fjölgar í hópi þeirra jólasveina sem ekki hyggjast fara að tillögum jólagjafaráðs. Seint í gærkvöldi greindi Stúfur frá því á samskiptamiðlinum Twitter að hann hygðist fara á svig við tillögur ráðsins. Meira »

Áslaug, Páll og Óli stýri nefndum

08:46 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að gera tillögu um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Páll Magnússon verði formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Meira »

Varúð hreindýr á veginum

07:34 Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.   Meira »

Allt að 12 stiga frosti spáð

06:58 Spáð er allt að 12 stiga frosti á morgun en bæði í dag og á morgun er spáð björtu veðri víða. Á laugardag gengur í suðaustan með slyddu og síðar rigningu. Meira »

Fleiri þúsund lítrar af vatni

06:44 Talið er að um 400 þúsund lítrar af vatni hafi sprautast úr brunahana sem brotnaði þegar próflaus ökumaður á allt of miklum hraða missti stjórn á bifreið sinni í Hafnarfirði í gær. Meira »

Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna

06:37 Maður sem liggur undir grun um að hafa reynt að kyrkja unga konu fyrr í mánuðinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grunur er um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera. Meira »

Gögnum málsins eytt

06:17 Öllum gögnum úr máli Roberts Downeys hefur verið eytt. Það er bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum 24. febrúar árið 2015. Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem lagði fram kæru gegn honum í sumar. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Hljóðbók og vasapésar
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Leðursófi til sölu
Tveggja sæta leðursófi til sölu. Verð 15 þúsund. Staðsettning Grafarvogur. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...