„Þarf að hefjast handa strax“

Mengun við gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar.
Mengun við gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir við blasa að Íslendingar þurfi á örfáum árum að skipta um orkugjafa þegar kemur að samgöngum og stórauka almenningssamgöngur. Strax á næsta ári hefjist vinna þar sem iðnvæddar þjóðir byrji að móta viðbótarmarkmið, sem hver og ein þjóð þurfi að setja sér, við Parísarsamkomulagið. Ísland eigi langt í land.

Árni hefur trú á því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri stjórnmálamenn sem komi að myndun nýrrar ríkisstjórnar, geri sér grein fyrir mikilvægi þessara mála. Um stórátak í losunarmálum þurfi ekki að vera neinn málaefnalegur ágreiningur á milli þeirra flokka sem nú reyna að mynda ríkisstjórn.

Undirbúningur frekari markmiða

Árni segir að engar stórar ákvarðanir verði teknar á fundi ráðamanna á loftlagsþinginu, sem ljúki í dag. Fundurinn núna, eins og í Marokkó í fyrra, hafi fyrst og fremst snúist um að vinna úr Parísarsamkomulaginu. Hann segir að strax á næsta ári hefjist vinna við að ná lengra en Parísarsamkomulagið kveði á um. „Hvert og eitt ríki leggur fram hugmynd að eigin framlagi, sem er skuldbinding af hálfu þess ríkis að draga úr losun um ákveðið magn.“ Hann bendir á að Evrópusambandið hafi sett sér markmið um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland sé þar á meðal en ekki sé frágengið hvaða viðbótarskuldbindingar Ísland þurfi að gangast undir. Árið 2020 eigi þessari endurskoðun að vera lokið.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. mbl.is

Áhyggjur af eyríkjum

Árni hefur verið á þinginu síðan á laugardag. Hann segir að til hliðar við stóru fundarherbergin sé mikið rætt um hvað draga þurfi mikið úr losun að komast undir 2 gráðu viðmiðið, en Parísarsamkomulagið kveður á um að hitastig jarðar hækki um minna en tvær eða í besta falli minna en 1,5 gráður. Árni bendir á að hvað láglend eyríki á Karabía- og Kyrrahafinu liggi mörkin við eina og hálfa gráðu ef ekki eigi illa að fara. Hann nefnir Fiji og Seychelles eyjar. „Þessi lönd róa lífróður í von um að það verði samþykkt að auka metnaðinn svo þau verði ekki landlaus.“

Þetta er eitthvað sem Íslendingar ættu að huga að, að mati Árna. Ísland fari ekki varhluta af hlýnun jarðar og súrnun hafsins. „Ef súrnun sjávar heldur áfram af sama hraða á norðurhveli jarðar þá er ekki víst að við getum haldið áfram að kalla okkur fiskveiðiþjóð – eftir örfáa áratugi,“ segir hann.

Róttækra aðgerða þörf

Spurður um væntingar sínar til myndunar nýrrar ríkisstjórnar segir Árni að hann meti það svo að Vinstri grænir hafi mikinn metnað til að koma þessum málum í betra horf á Íslandi. Ísland sé þegar komið fram úr þeim losunarheimildum sem kveði á um í öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar, sem gildi frá 2013-2020. Mjög mikið átak þurfi að verða í samgöngugeiranum til að ná niður þeirri losun sem Ísland hafi skuldbundið sig til.

Eins og sakir standa sé langur vegur frá því að Ísland geti dregið úr losun innan landbúnaðar, iðnaðar, sjávarútvegs, samgangna og úrgagns um 40%, eins og Evrópusambandið hafi samþykkt að gera fyrir 2030 og Ísland á aðild að. „Íslendingar mega búast við að draga úr losun um a.m.k. 35% á tímabilinu 2021 – 2030 og þá þarf að hefjast handa strax.

Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir vinna nú ...
Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir vinna nú að myndun nýrrar ríkisstjórnar. mbl.is/Eggert

Hefur trú á stjórnmálamönnum

Árni hefur trú á að stjórnmálaleiðtogar, sem nú myndi ríkisstjórn, muni láta til sín taka en allt bendir til þess að komandi ríkisstjórn verði í fyrsta skipti undir forystu flokks sem stofnaður var með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Hann bendir á að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hafi í september skilað skýrslu til þingmannaráðs Atlantshafsbandalagsins, þar sem lagt var til að verðleggja kolefnislosun, sem er grundvallaratriði. Í fjárlagafrumvarpi sitjandi ríkisstjórnar hafi enn fremur verið lagt til að tvöfalda kolefnisgjald. Þessar staðreyndir veki honum von í brjósti.

mbl.is

Innlent »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...