Lambastelpa lét árnar ekki stoppa sig

Ukulele krefst þess að fá enn pela, enda bæði frek ...
Ukulele krefst þess að fá enn pela, enda bæði frek og fordekruð. Ásta Rut kann lagið á henni.

Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi.

„Hún týndist greyið, aðeins þremur vikum eftir að greinin um hana birtist í Morgunblaðinu. Þá var hún enn á pela og ósköp ósjálfbjarga, nýhætt að vera í samfellunni sem hún klæddist. Við leituðum að henni í marga daga. Dætur mínar gengu hér um nágrennið og fóru nokkrar ferðir á fjórhjólum að leita að henni en án árangurs. Hún var þá talin af,“ segir Karen Rut Konráðsdóttir, bóndi á Syðra-Álandi í Þistilfirði, og á þar við gimbrina Ukulele lambastelpu sem rataði hér á þessar síður í vor, með viðtali við eigendur Lúlla lambs á Söndum í Miðfirði, en bæði þessi lömb fæddust svo agnarsmá að þeim var vart hugað líf. Þau voru tekin inn á heimili sín og að þeim hlúð dag og nótt, þeim gefinn peli og sett í bleyju. Og urðu lömbin fyrir vikið fordekruð og miklir heimilisvinir.

Ukulele sló í gegn meðal gesta í fermingarveislu Erlu.
Ukulele sló í gegn meðal gesta í fermingarveislu Erlu.


„Ukulele lambastelpa týndist þegar ég fór með dóttur mína í keppnisferðalag til Svíþjóðar í sumar, og bóndinn átti að hafa auga með litlu gimbrinni á meðan. En hann hafði ekki mikinn tíma til þess að standa í lambadekri inni á heimilinu, svo hann setti gimbrina út á tún með öðrum heimalningum. Þeir voru mun meira sjálfbjarga en hún sem vissi varla greyið hvað kind var, eftir að hafa verið í fanginu á okkur frá því hún kom í heiminn. Hún forðaði sér því úr þessum ferfætta félgasskap og hefur eflaust farið að leita að tvífættu mannfólki. Hún hvarf sem sagt, það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Hún var náttúrlega svo lítil að hún gat troðið sér hvar sem var út fyrir girðingar.“

Allt samfélagið í sveitinni hafði áhuga á hvarfi lambastelpu

Karen segir að dæturnar hafi tekið hvarf gimbrarinnar nærri sér, enda Ukulele lambastelpa sem ein af heimilisfólkinu.

„Allt samfélagið hér í sveitinni hafði áhuga á hvarfi hennar, allir voru að spyrja hvar hún gæti verið, enda þekkti fólk hana vel, hún hafði verið með okkur á kaffihúsinu á Þórshöfn. Það bætti ekki úr skák að maðurinn minn fann dautt lamb úti á túni, frekar smátt og hrafnarnir voru búnir að taka merkið úr því, og við héldum að þetta væri Ukulele. En við sögðum ekki yngstu dóttur okkar frá því, Ástu Rut sem er fimm ára, en fyrir vikið þá missti hún aldrei vonina um að gimbrin kæmi í leitirnar. Hún fullyrti að hún kæmi með haustinu þegar kindurnar kæmu í réttirnar.“

Ásta Rut og Ukulele lambastelpa á kaffihúsi.
Ásta Rut og Ukulele lambastelpa á kaffihúsi.


Og sú stutta reyndist sannspá því að loknum réttum og haustsmölun gaf Ukulele lambastelpa sig óvænt fram heima á hlaðinu á bænum Brekknakoti sem er tæpa 20 km frá bæ Karenar.

„Bóndinn á Brekknakoti kom hér í heimsókn og hann hafði lítið lamb í framsætinu á bílnum sínum. Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum, en þarna var hún komin aftur lambastelpan okkar, tveimur og hálfum mánuði síðar, lítið stærri en um vorið. Það varð uppi fótur og fit á bænum, dæturnar ruku til og blönduðu pela alveg í hvelli handa henni. Þetta urðu miklir fagnaðarfundir.“

Hún ryðst yfir allar grindur og það halda henni engin bönd

Lambastelpan er enn ósköp lítil en byrjuð að braggast og er komin á hús með kindunum á bænum.

Ukulele braggast, hér í fjárhúsinu með Ástu Rut.
Ukulele braggast, hér í fjárhúsinu með Ástu Rut.


„Það gengur ekki nógu vel að venja hana af pelanum. Um leið og hún heyrir okkur nálgast fjárhúsin byrjar hún að kalla frekar frekjulega, stekkur upp í garðann og bíður við dyrnar. Þá er vissara að vera klár með pelann.

Hún er orðin yfirgengilega frek og ágeng, eins og títt er um heimalninga. Hún ryðst yfir allar grindur og það halda henni engin bönd. Hún leitar færis í hvert sinn sem hún sér smugu að komast inn í bæ, hún vill sitt fyrra dekurlíf. En við látum það ekki eftir henni. Hennar framtíð felst í að fullorðnast, eignast lömb og sinna sínu hlutverki líkt og aðrar ær.

En hún verður eflaust frekasta rollan í fjárhúsunum, og auðvitað mun hún njóta ákveðinna forréttinda, hún mun fá nammi og klapp reglulega, fyrst henni tókst að lifa af þessar hrakfarir. Okkur finnst alveg með ólíkindum að þetta litla kríli sem var varla byrjað að éta gras þegar hún týndist, skuli hafa lifað af og skilað sér heim tveimur og hálfum mánuði síðar. Hún ferðaðist þessa tuttugu kílómetra ein sín liðs og þurfti á ferð sinni að komast yfir Sandá og Svalbarðsá í Þistilfirði. Ég verð að segja að þetta er mjög klókt lítið lamb, að hún hafi fundið brýrnar yfir árnar og komast alla þessa leið,“ segir Karen sem hlakkar til að fylgjast með Ukulele lambastelpu verða að fullorðinni frekjudós.

Innlent »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...