„Staðan er brothætt“

Hægt er að vinna með markvissari hætti úr rannsóknum á ...
Hægt er að vinna með markvissari hætti úr rannsóknum á læsi grunnskólabarna til batnaðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt. Við verðum að halda áfram að gera betur. Mér finnst aðalatriðið snúast um hvað gerist á mið- og unglingastigi eftir að börnin eru orðin læs sem kallað er og að við útskrifum einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við verkefni framtíðarinnar,“ segir Guðmundur Björn Kristmundsson, fyrrverandi dósent Háskóla Íslands á menntavísindasviði, í erindi sínu sem nefnist: Hvar stöndum við? Hvert ætlum við? á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Guðmundur hefur unnið að allmörgum rannsóknum á lestri og læsi bæði hér á landi og erlendis.     

Guðmundur bendir á að umræðan í samfélaginu um læsi undanfarið hafi einkennst af röngum fullyrðingum. Hann nefnir sem dæmi að í nýafstaðinni kosningabaráttu hafi því verið haldið fram að þriðjungur drengja sé ill- eða jafnvel ólæs. Það er fulldjúpt í árinni tekið, að sögn Guðmundar.

Lestur ekki það sama og læsi

Lestur er ekki það sama og læsi, áréttar Guðmundur og vísar til þess að læsi nær yfir allt í senn, lestur, ritun og lesskilning. Við lestrarkennslu eru misjafnar aðferðir notaðar, til dæmis hljóðaaðferðin og byrjendalæsi. Spurður hvaða aðferð henti best vill hann ekki nefna eina aðferð sem hina einu réttu.  

„Við verðum að gæta þess að einblína ekki á eina aðferð. Mér finnst ekki gott þegar það er gert. Læsi er flókið fyrirbæri og margir þættir spila inn í og því er nauðsynlegt að menn kunni til verka. Það er vont þegar þetta er gert að þrætuepli,“ segir Guðmundur. Hann segir að undanfarið hafi verið lögð of mikil áhersla á aðferðir við lestrarkennslu. „Stundum virðist litlu skipta hvaða aðferðum er beitt ef til að mynda áhuginn er ekki fyrir hendi hjá börnum. Það þarf að vinna með áhugann hjá börnum og vinna markvisst að því að gera börn og unglinga að lestrarhestum í víðasta skilningi þess orðs,“ segir Guðmundur. Í því samhengi tekur hann fram að í einni af fjölmörgum heimsóknum sínum í kennslu í grunnskóla landsins hafi hann orðið vitni að frábærri kennslu þar sem kennarinn beitti tiltölulega markvisst ákveðnum leiðum en ekki einni.

„Það má segja að ég sé hálfgerður skröltormur í þessu,“ segir Guðmundur og vísar til þess að hann forðist að hampa einni kennsluaðferð umfram aðra. Nám til læsi virðist fara fram með ólíkum hætti mili einstaklinga. Sjálfur hafi hann alla tíð forðast að setja tiltekna kennsluaðferð á stall sem „bestu aðferð“.  

Verðum að vinna betur úr rannsóknum

Guðmundur segir að við búum yfir mikilli þekkingu um læsi hins vegar er sá galli að við miðlum þeirri þekkingu ekki nægilega vel áfram. „Við rannsökum ýmislegt en þurfum að vinna markvissara úr rannsóknum svo þær nýtist betur,“ segir Guðmundur. Margar rannsóknir á læsi eru ekki nýttar til hins ýtrasta og vísar hann sem dæmi til PISA-rannsókna. Þetta stafar ekki af viljaleysi heldur vantar bæði fólk og fé í frekari úrvinnslu á þessum gögnum. Þar af leiðandi er hætta á að við missum af tækifæri til að draga upp heildarmynd af stöðunni sem er dýrmætt, að sögn Guðmundar.

Ný rannsókn sem birtist á næstunni á viðhorfi foreldra til náms barna sinna sýnir að foreldrar telja sig bera mikla ábyrgð á námi barna sinna. Hins vegar skortir ráðleggingar og leiðbeiningar til þeirra um hvað þeir geta gert betur, að sögn Guðmundar. Þrátt fyrir að ýmislegt megi bæta þá er hann ekki svartsýnn á stöðuna. 

mbl.is

Innlent »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

102 tilkynningar um innbrot

15:21 Tilkynningum um innbrot fjölgaði mikið í nóvember miðað við meðalfjölda undanfarinna mánaða og hefur innbrotum fjölgað töluvert síðustu mánuði. Alls bárust 102 tilkynningar um innbrot í nóvember. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

14:54 „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Enginn enn verið ráðinn

14:45 Væntanlega verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum hver verði næsti ferðamálastjóri og taki við embættinu um áramótin en eins og mbl.is hefur fjallað um sóttu 23 um starfið og koma af þeim þrír til greina. Meira »

106 milljóna skattabrot á fimm árum

14:28 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meint skattabrot upp á samtals um 106 milljónir króna á árunum 2008 til 2012. Tengjast brotin fimm einkahlutafélögum sem maðurinn stýrði. Meira »

„Það hefur bara allt sinn tíma“

13:55 „Þetta er bara ákvörðun innan fjölskyldunnar að hætta núna,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í samtali við mbl.is en tekin hefur verið ákvörðun um að loka gestastofunni á bænum um áramótin þar sem tekið hefur verið á móti miklum fjölda ferðamanna undanfarin sjö ár. Meira »

Stokka þarf framgangskerfið upp

14:01 Það dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands á árabilinu 2010 til 2015. Hins vegar skilar framgangskerfið sér í hærri launum til karla, en kerfið þarnfast gagngerrar uppstokkunar sem taki mið af innbyggðri mismunun á öllum stigum stefnumótunar og kerfisbreytinga. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Óléttubekkur aðeins 70.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:70.000 vatns og olíuheldur...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...