Stella hreint ekki í orlofi

Heiða Rún Sigurðardóttir í gervi hinnar ómótstæðilegu Stellu Blómkvist.
Heiða Rún Sigurðardóttir í gervi hinnar ómótstæðilegu Stellu Blómkvist. Ljósmynd/Saga Sig

Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark, sem henni þykir þó mjög vænt um, enda mikilvægt fyrir leikara að festast ekki í sama hlutverkinu. 

Í grunninn eru þetta glæpaþættir en samt ekki í raunsæisstíl eins og mynstrið hefur verið í mörgum þáttum sem komið hafa frá Norðurlöndunum á undanförnum árum. Við köllum þetta „neo-noir“, þar sem unnið er eftir noir-hefðinni en með nútímalegri útfærslum. Allt er frekar ýkt og persónurnar óraunverulegar, líklega líkari persónum í teiknimyndasögum. Þetta er svona svarthvítur heimur með erkitýpum sem manni þykir vænt um og langar að sjá aftur og aftur.“

Þetta segir Heiða Rún Sigurðardóttir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hún fer með aðalhlutverkið í glænýjum íslenskum glæpaþáttum frá SagaFilm um lögfræðinginn, einkaspæjarann og einfarann Stellu Blómkvist, sem byggðir eru á samnefndum bókaflokki.

Þættirnir, sem eru sex talsins, koma í heild sinni inn í Sjónvarp Símans Premium föstudaginn 24. nóvember en verða einnig sýndir í línulegri dagskrá í Sjónvarpi Símans frá og með janúar.

Hreifst strax af Stellu

Heiða Rún býr og starfar í Bretlandi og fyrir vikið fer samtal okkar fram í síma. Hún segir leikstjórann, Óskar Þór Axelsson, hafa ráðið mestu um það að hún tók hlutverkið að sér. Hana hafi lengi langað að vinna með honum. Þá hafi það heillað að fá að leika titilhlutverk í sjónvarpsþáttum í fyrsta sinn.

Heiða Rún við tökur á þáttunum. Hún segir stemninguna hafa ...
Heiða Rún við tökur á þáttunum. Hún segir stemninguna hafa verið góða og gaman sé að fá tækifæri til að leika á móðurmálinu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hafði ekki lesið bækurnar en gerði það eftir að ég tók hlutverkið að mér og hreifst strax af Stellu. Hún er í einu orði sagt frábær! Þetta er mjög safaríkt hlutverk,“ segir Heiða Rún en hún er engu nær um það frekar en aðrir landsmenn hver höfundur bókanna er. Það hlýtur að teljast vera eitt best varðveitta leyndarmál íslenskrar bókmenntasögu.

Fengin til að verja skítseiði

Um er að ræða þrjú aðskilin mál sem Stella glímir við í þáttunum sex. Fyrsta málið byggist á fyrstu bókinni um Stellu en hin tvö er ekki að finna í bókunum. Höfundar handrits eru Jóhann Ævar Grímsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Óttarsson. Að sögn Heiðu Rúnar er þó undirliggjandi saga gegnum alla þættina.

Í kynningu SagaFilm og Sjónvarps Símans segir: „Lögfræðingurinn og einfarinn Stella Blómkvist er fengin til verja skítseiðið og eiturlyfjasalann Sæma sem er ásakaður um að hafa myrt unga konu á vegum forsætisráðuneytisins í sjálfu Stjórnarráðinu. Hann neitar staðfastlega sök, en bakvið tjöldin fara valdamiklir aðilar á stjá og reyna allt hvað þeir geta til að gera Stellu erfiðara fyrir að sinna starfi sínu.

Þannig hefst sería af ævintýrum þar sem Stella þvælist inn í atburðarás sem mun innvinkla helstu valdablokkir á Íslandi sem myndu ekki hika við að hreinsa einn snuðrandi lögfræðing út af borðinu. En Stella getur ekki látið kyrrt liggja, sérstaklega þegar hún ein getur komist að sannleikanum.“

Einmitt það. Stella er sumsé hreint ekki í orlofi að þessu sinni!

Tökur fóru fram í vor, frá apríl og fram í júní, og var Heiða Rún á landinu allan tímann. „Þetta var mjög skemmtileg vinna enda eru allir svo nánir heima, þar sem bransinn er svo lítill. Það var gaman að upplifa hvað þetta er heimilislegt. Það var líka dásamlegt að fá tækifæri til að leika á móðurmálinu. Maður á bara eitt móðurmál og tengir alltaf betur við það en önnur tungumál enda þótt maður kunni og tali þau mjög vel.“

Ekki spillti fyrir að hún fékk kærkomið tækifæri til að hitta ættingja og vini enda hefur hún sjaldan tíma til að stoppa lengi í einu á Íslandi.

Innlent »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Styttur eftir Miðdal til sölu
Til sölu styttur eftir Guðmund frá Miðdal, Sólskríkjur Maríuerlur. Músarri...
Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Hermannaúlpa
Hermannaúlpa til sölu, 2 stk. L- XL. Upplýsingar í síma: 8935005...
 
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...