„Þetta er algjör draumur“

Fritz ætlar að eyrnamerkja styrkinn listinni.
Fritz ætlar að eyrnamerkja styrkinn listinni.

Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Styrknum var úthlutað á fæðingardegi  Svavars en 108 ár eru frá fæðingu hans.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1993, fyrir 24 árum, og hlutu listamennirnir kr. 500.000 hvor. Í reglugerð um sjóðinn segir að styrkinn skuli veita „ungum og efnilegum myndlistarmönnum“.

Fritz Hendrik Berndsen fæddist árið 1993 og lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Síðan var hann í átta mánaða starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni, myndlistarmanni í Berlín. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í allnokkrum samsýningum.

„Það er ótrúlega gott klapp á bakið að fá þennan styrk,“ segir Fritz. „Þetta er ekki styrkur fyrir ákveðið verkefni heldur viðurkenning og hvatning sem er gríðarlega gaman að fá.“

Þegar Fritz er spurður að því hvort hann muni nota styrkinn til að fjármagna sína daglegu vinnu í myndlistinni, eða hvort hann renni í eitthvert ákveðið verkefni, svarar hann að líklega hjálpi hann sér í þeim verkefnum sem hann vinnur að. „Ég er í dagvinnu til að framfleyta mér en reyni að eyrnamerkja styrkinn listinni, sem er ótrúlega gaman að geta gert.“

Þegar spurt er um næstu skref í myndlistinni segir hann fram undan vera samsýningu með fyrrverandi bekkjarsystkinum og þá fer hann til annars myndlistarmanns sem er í vetur í gestavinnustofu í Hollandi en þeir hyggjast vinna saman og setja upp sýningu í framhaldinu. „Svo vinn ég sjálfur áfram í eigin verkum og styrkurinn hjálpar. Þetta er algjör draumur,“ segir hann.

Katrín segir styrknum fylgja mikill styrkur og hvatning.
Katrín segir styrknum fylgja mikill styrkur og hvatning.

Katrín Inga er fædd árið 1982. Hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2008, úr listfræði við Háskóla Íslands 2012 og þau lauk hún meistaranámi í myndlist við School of Visual Arts í New York árið 2014. Katrín Inga hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis, og nú í haust hefur myndbandsverk eftir hana blasað við gestum sem eiga leið um hinn vinsæla High Line-garð í New York og hefur það vakið verðskuldaða athygli.

„Þessum styrk fylgir rosa mikill styrkur og hvatning,“ segir Katrín Inga. „Bæði sögulega séð og peningalega. Hvort tveggja er mikilvægt. Styrkir sem þessi eru gríðarlega mikilvægir fyrir listamenn. Myndlistin þrífst, þróast og dafnar með aðstoð sem þessari, annars væri íslensk myndlist ekki komin jafnlangt á heimsmælikvarða og raun ber vitni.“

Hún segir að hér á landi vanti markað með listaverk eins og þekkist á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum, fáir kaupa eða safna listaverkum. „Hvað þá þegar fólk gerir gjörningatengda list eins og ég, þá verða ekki til hlutir sem auðvelt er að setja fjármagn í. Það er gríðarlega mikill heiður og stór og kraftmikil viðurkenning að fá þennan styrk, sem aðstoðar í glímunni við að skapa myndlist á hverjum degi og takast á við sjálfið og samfélagið.

Það eru ekki margir svona styrkir sem standa til boða hér á landi og hver þeirra er mjög mikilvægur fyrir myndlistina,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...