Gamli Garður í nefnd

Samkeppni var haldin um hönnun nýju stúdentagarðanna og hlaut Ydda …
Samkeppni var haldin um hönnun nýju stúdentagarðanna og hlaut Ydda arkitektúr 1. verðlaun. Teikning/Ydda arkitektar

Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs að Hringbraut 29.

Erindisbréf starfshópsins var kynnt í borgarráði í fyrradag. Þar kemur fram að hlutverk hans er að fylgja eftir samkomulagi á háskólasvæðinu, frá 2. mars 2016, og þeim athugasemdum sem komið hafa fram um nýtingu lóðarinnar við Gamla Garð.

Fjallað var um málið í Morgunblaðinu 

Fara vandlega yfir málið

„Hlutverk starfshópsins er að fara vandlega yfir málið að nýju með það að markmiði að breið sátt náist um nýtingu lóðarinnar nr. 29 við Hringbraut, samanber ályktun háskólaráðs, og eftir atvikum skilgreina aðra uppbyggingarmöguleika fyrir stúdentagarða, sbr. samninga og markmið þar um,“ segir m.a. í erindisbréfinu.

Háskólaráð fjallaði um bréf Minjastofnunar á fundi 7. september sl. Ráðið bókaði að þar sem um væri að ræða mjög viðkvæmt svæði sem stjórnendum Háskólans og Reykjavíkurborgar væri trúað fyrir á hverjum tíma væri mikilvægt að farið yrði vandlega yfir málið að nýju með það að markmiði að breið sátt næðist um nýtingu lóðarinnar.

Í kjölfarið mótmæltu stúdentahreyfingarnar ákvörðun háskólaráðs um að endurskoða ætti fyrirhugaða uppbyggingu stúdentagarða á reit háskólans við Gamla Garð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert