Sex slasaðir í rútuslysi

Frá slysstað í kvöld. Vonskuveður er á svæðinu og mikil …
Frá slysstað í kvöld. Vonskuveður er á svæðinu og mikil hálka. Mbl.is/Alfons Finnsson

Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send af stað.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi liggja nánari upplýsingar ekki fyrir að svo stöddu, en samkvæmt heimildum mbl.is voru 20 manns í rútunni, allt erlendir ferðamenn utan ökumanninn.

Vonskuveður er á svæðinu og mikil hálka.
Vonskuveður er á svæðinu og mikil hálka. Mbl.is /Alfons Finnsson

Uppfært: 17.59

Í fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér nú fyrir skemmstu kemur fram að vegurinn frá Vegamótum sé lokaður í báðar áttir vegna slyssins. Búist er við að vegurinn verði lokaður í einhvern tíma en vonskuveður er á svæðinu og mikil hálka. 

Sjúkrabílar, tækjabílar, lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang.

Uppfært: 18.17

Búið er að koma farþegum rútunnar í skjól á Lýsuhóli, en fljótlega eftir að slysið varð kom önnur rúta á staðinn sem farþegunum var komið í og er sú rúta nú komin að Lýsuhóli.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hefur hópslysaáætlun verið virkjuð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð.

Viðbragðsaðilar eru nú að vinna á vettvangi og voru komnir á staðinn rétt fyrir sex. „Það var mjög fljótlega læknir kominn á staðinn sem stjórnar aðgerðum, þannig að þetta er í góðum höndum,“ segir hann.

Hann segir fljúgandi hálku og vont veður á slysstað og lenti sjúkrabíll m.a. í vanda á veginum og þurfi að draga hann upp á veg aftur. 

Davíð Már hefur ekki upplýsingar um hvort að einhver í hópinum sé alvarlega slasaður, en segir einhverja hinna slösuðu hafa verið hópinum sem farið var með á Lýsuhól.

„Björgunarsveitir fengu það verkefni að loka veginum og svo er verið að aðstoða bíla af því að það er fljúgandi hálka þarna.“

Uppfært: 18.43

Búið er að opna Snæfellsveg að nýju fyrir umferð.

Fréttin verður uppfærð.

Búið er að koma farþegum rútunnar í skjól á Lýsuhóli, …
Búið er að koma farþegum rútunnar í skjól á Lýsuhóli, en fljótlega eftir að slysið varð kom önnur rúta á staðinn sem farþegunum var komið í mbl.is/Alfons Finnsson
Björgunarsveitir að störfum á slysstað.
Björgunarsveitir að störfum á slysstað. mbl.is/ Alfons Finnson
Mikil hálka er á slysstað.
Mikil hálka er á slysstað. mbl.is/Alfons Finnsson
map.is
map.is map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert