Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

Rútuslys varð á sjötta tímanum við Lýsuhól á Snæfellsnesi.
Rútuslys varð á sjötta tímanum við Lýsuhól á Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson

Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu.

Frétt mbl.is: Sex slasaðir í rútuslysi

Alls eru sex slasaðir en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is voru 20 manns í rút­unni, allt er­lend­ir ferðamenn utan öku­maðurinn.

Lög­regla, slökkvilið og björg­un­ar­sveit­ir aðstoðuðu við störf á vettvangi. Fljúg­andi hálka og vont veður er á slysstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert