300 manns gáfu íslenskum börnum föt

Söfnunin tókst vonum framar.
Söfnunin tókst vonum framar.

Tæplega 300 manns komu og gáfu föt í árlega fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla sem fór fram í gær, í tilefni af degi mannréttinda og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Söfnunin gekk vonum framan og tókst að fylla 20 rúmmetra sendiferðabíl af fötum og gott betur en það. Fötin hafa verið færð Hjálparstafi kirkjunnar þar sem farið verður í gegnum þau strax í dag.

Föt­in verða svo gef­in börn­um á Íslandi sem af ein­hverj­um ástæðum geta ekki út­vegað sér nauðsyn­leg­ar flík­ur, t.d. vegna fjár­hags­stöðu. Fötin fara á heimili þar sem þörfin er mest, segir í tilkynningu frá ungmennaráði Barnaheilla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert