Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

Frá aðgerðum á slysstað.
Frá aðgerðum á slysstað. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þyrla Landhelgisgæslunnar komin á slysstað en um alvarlegt umferðarslys er að ræða. Um er að ræða árekstur fólksbíls og sendibíls, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Uppfært klukkan 12.05

Neyðarlínu barst tilkynning um árekstur fólksbifreiðar og sendibifreiðar á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar um ellefuleytið í morgun. Samkvæmt fyrstu tilkynningu eru þrír slasaðir.

Brunavarnir Árnessýslu, lögregla, sjúkraflutningar HSU og þyrla LHG eru við vinnu á vettvangi og er Biskupstungnabraut lokuð meðan á þessu stendur.

Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert