Baldur bilaður og ferðir falla niður

Farþegaferjan Baldur.
Farþegaferjan Baldur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegna bilunar í aðalvél farþegaferjunnar Baldurs hafa allar ferðir hennar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey verið felldar niður. Viðgerð hefur staðið yfir frá í gær og var unnið í alla nótt að henni, en ekki er ljóst á þessari stundu hversu langt stopp ferjunnar verður.

Fram kemur í tilkynningu frá Sæferðum, rekstraraðila ferjunnar, að farþegabáturinn Særún muni eitthvað sigla í fjarveru Baldurs, en ekki eru gefnar nánari upplýsingar um það að svo stöddu. Verða nánar upplýsingar um umfang bilunarinnar og viðgerðartíma sendar út þegar slíkt liggur fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert