Brjóta lög á eigendum

„Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að …
„Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að fara inn í húsnæði og bola annarri starfsemi út,“ segir Magnús Árnason, eigandi flugeldasölunnar Gullborgar við Bíldshöfða 18. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að fara inn í húsnæði og bola annarri starfsemi út,“ segir Magnús Árnason, eigandi flugeldasölunnar Gullborgar við Bíldshöfða 18.

Magnús og aðrir eigendur fyrirtækja í húsinu hafa farið fram á lögbann á rekstur gistiskýlis fyrir hælisleitendur sem Útlendingastofnun áformar að koma fyrir á efri hæð hússins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Magnús segir að ekkert samráð hafi verið haft við eigendur fyrirtækjanna um breytingu á nýtingu húsnæðisins en ljóst er að hann fær ekki að selja þar flugelda verði gistiskýlið opnað. „Eigandi húsnæðisins uppi óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir húsnæðið þegar allir voru í sumarfríi. Það átti að reyna að koma þessu í gegn bakdyramegin. Því var hafnað hjá skipulagsráði þar sem það væri önnur starfsemi í húsinu. Það þarf samþykki allra. En í millitíðinni fer hann í Björt Ólafsdóttur og fær hana til að gefa út bráðabirgðaleyfi á þessa starfsemi sína. Ég skil ekki hvers vegna hún samþykkir það. Hún er að brjóta lög á öðrum eigendum í húsinu,“ segir Magnús, sem rekið hefur flugeldasölu í húsinu samfleytt frá 1995.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert