Flugnámsbraut í boði í fyrsta sinn

Fyrsti hópur nemenda á flugnámsbraut Icelandair hóf nám í Flugakademíu Keilis 17. nóvember en alls voru innritaðir 26 nýnemar og þar af 20 á flugnámsbrautina. Þetta er fjórði bekkurinn sem hefur samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá Keili á þessu ári og í fyrsta sinn sem boðið er upp á nám á flugnámsbraut hér á landi.

Fram kemur í fréttatilkynningu að í náminu á flugnámsbraut bjóðist nemendum meðal annars aðstoð við fjármögnun námsins auk þess sem þeir njóti forgangs til starfa hjá Icelandair að námi loknu. Gert sé ráð fyrir að fyrstu nemendurnir af brautinni geti hafið störf hjá félaginu sumarið 2019.

Þar býðst nemendum meðal annars aðstoð við fjármögnun námsins auk þess sem þeir njóta forgangs til starfa hjá Icelandair að námi loknu. Áætlað er að fyrstu cadet-nemendur Keilis geti hafið störf hjá félaginu sumarið 2019. Samtals hafa um eitt hundrað nýnemar hafið atvinnuflugmannsnám í Keili það sem af er ársins og er samanlagður fjöldi atvinnuflugnema í skólanum vel yfir 200.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert