Glaðari konur og glaðari karlar

„Jafnvel þegar við náum 100% jafnrétti, megum við ekki sofna ...
„Jafnvel þegar við náum 100% jafnrétti, megum við ekki sofna á verðinum því alltaf er hætta á bakslagi,“ segir Brynhildur. mbl.is/​Hari

Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins.

Við verðum að ala dætur okkar upp á nýjan hátt. Og við verðum líka að ala syni okkar upp á nýjan hátt.“ Þannig segir margverðlaunaður nígerískur rithöfundur, Chimamanda Ngozi Adichie, að best sé að byrja á að skapa réttlátari heim; heim þar sem glaðari karlar og glaðari konur eru samkvæmari sjálfum sér. Adichie er höfundur bókarinnar Við ættum öll að vera femínistar, sem að mati Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, ætti að vera til á hverju heimili.

Í stað þess að halda rjómatertuboð eða þvíumlíkt til að fagna 110 ára afmæli sínu, ákvað Kvenréttindafélagið að láta þýða og gefa út fyrrnefnda bók og færa öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu að gjöf. Eins og vel var við hæfi kom bókin út 27. september sl. á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins.

Fyrirmyndarskóli

„Við afhentum skólameistara og nemendum Borgarholtsskóla hana formlega þann dag og vildum með því að vekja athygli á að skólinn var sá fyrsti til að kenna kynjafræði á framhaldsskólastigi árið 2007. Þar sem við vorum að dreifa bókinni rétt eftir að ríkisstjórnin féll, fékk framtakið ekki mikla athygli fjölmiðla – sem auðvitað var ekki aðalatriðið, heldur að nemendur alls staðar á landinu fengju þessa frábæru bók,“ segir Brynhildur brosandi. Útgáfan er samstarfsverkefni Kvenréttindafélags Íslands og Benedikts bókaútgáfu. Að sögn Brynhildar kom Kvenréttindafélaginu til góða að Adichie var svo hrifin af hugmyndinni að hún gaf eftir hluta af höfundarþóknun sinni.

„Hugmyndin kviknaði vegna þess að okkur fannst vanta aðgengilegt efni um femínisma og kynjafræði á íslensku fyrir unglinga. Við fengum styrki frá Jafnréttissjóði og velferðarráðuneytinu, sem dugðu fyrir þýðingu og prentun. Skólastjórarnir reyndust okkur síðan innan handar með að koma bókunum til nemenda, enda hefðum við aldrei haft ráð á að senda þær heim til hvers og eins – á ríflega fjögur þúsund heimili.“

Brynhildur segir bókina Við ættum öll að vera femínistar hafa það fram yfir aðrar bækur um femínisma að vera hvorki fræðileg skilgreining á femínisma né kynjafræði. Hún sé engu að síður vel til þess fallin að nota sem kennslubók og hafi að geyma afar skemmtilegar og áhugaverðar frásagnir og hugleiðingar höfundar.

Erindi á TED varð að bók

Þúsundir manna komu saman víða um land á samstöðufundum í ...
Þúsundir manna komu saman víða um land á samstöðufundum í tilefni af kvennafrídeginum. mbl.is/Golli


„Adichie vekur lesendur til umhugsunar um óréttlæti samfélags sem byggt er á ákveðnum hugmyndum um kyn og kynhlutverk. Hún lýsir hugmyndafræðinni á mannamáli sem höfðar til ungs fólks en líka til þeirra sem eldri eru. Bókin er byggð á samnefndu og áhrifamiklu erindi, sem hún hélt á TEDxEuston-ráðstefnu fyrir fimm árum og tugir milljónir manna hafa horft á. Adichie hefur nokkra skírskotun til afþreyingarmenningar samtímans, en Beyoncé mun hafa tekið hljóðbrot úr fyrirlestrinum og notað í lögum sínum.“

Kvenréttindafélag Íslands er augljóslega vel með á nótunum. Enda segir Brynhildur að sífellt fleiri ungmenni, stelpur og strákar, hafi gerst félagar á undanförnum árum. Engir krakkar þó, því aldurstakmark er 18 ára. „Markmiðið með bókagjöfinni er fyrst og fremst að vekja athygli framhaldsskólanema á femínisma og jafnréttismálum. Við vonumst líka til að bókin komi kennurum og nemendum að gagni sem upphafspunktur í umræðum um hvort tveggja. Og verði skólum sem ekki bjóða þegar upp á kynjafræði hvatning til að láta til skarar skríða. Eitt af stefnumálum Kvenréttindafélagsins hefur enda verið að kynjafræði verði skyldufag á öllum skólastigum.“

Af hverju femínisti?

Þótt nemendur hafi fengið bækurnar að gjöf, en ekki skólarnir, býst Brynhildur við að kennarar nýti sér þær með einum eða öðrum hætti í kennslunni. „Bókin býður upp á ýmsa möguleika, til dæmis í tengslum við lífsleikni, félagsfræði, sagnfræði og mörg önnur fög. Þar sem kynjafræði er valfag í flestum framhaldsskólum er kennslan oft algjörlega háð áhuga og frumkvæði kennara í kennslu.“

Þrátt fyrir brotalamir af því taginu segir hún ungu kynslóðina velta jafnrétti kynjanna mikið fyrir sér. Áhuginn speglist t.d. í að síðastliðin fimm ár hafi víða verið stofnuð mörg femínistafélög framhaldskólanna. „Ég hef trú á unga fólkinu. Það er miklu meðvitaðra en mín kynslóð var [Brynhildur er 39 ára] um jafnréttismál og ástandið í heiminum. Unga kynslóðin fylgist betur með og hefur alist upp við að það sé allt í lagi að vera hinsegin og allskonar. Tíðarandinn er einfaldlega allt annar en var fyrir bara nokkrum árum,“ segir Brynhildur og hafnar því alfarið að orðið femínisti hafi neikvæða merkingu í huga unglinganna.

Í bókinni svarar Adichie þeirri spurningu margra af hverju þurfi að nota það orð, en ekki mannréttindi eða eitthvað álíka? „[...] það væri ekki heiðarlegt. Femínismi er, vitaskuld, hluti af kröfunni um mannréttindi almennt – en að velja að nota hið óljósa hugtak mannréttindi væri að afneita hinu sérstæða og sérstaka í kynjavandanum. Það væri leið til að láta sem konum hefði ekki verið ýtt til hliðar öldum saman. Það væri leið til að afneita því að kynjavandinn bitnar á konum. Af því að vandinn snýr ekki að því að vera manneskja, heldur snýr hann sérstaklega að því að vera kvenkyns manneskja.“

Alltaf hætta á bakslagi

Chimamanda Ngozi Adichie
Chimamanda Ngozi Adichie


Röksemdafærslunni verður vart mótmælt. Hver er ekki femínisti? Í fyrsta bekk í framhaldsskóla réttir ábyggilega enginn upp hönd eftir lestur bókarinnar. Enda eru femínismi og femínisti töff orð, að sögn Brynhildar. „Það er ekki lengur hægt að líta á femínisma og jafnrétti sem einhverja afkima samfélagsins, enda er almennt viðurkennt að hvort tveggja er grunnstoðir þess.“

Þótt enn sé langt í land varðandi launamun kynjanna, viðhorf til kvennastarfa og sitthvað fleira, segir hún árangurinn umtalsverðan, þökk sé þrotlausri baráttu brautryðjenda og hugsjónafólks í áranna rás.

En úr því ástandið virðist fara batnandi er Brynhildur spurð hvort félög eins og Kvenréttindafélag Íslands verði kannski óþörf í framtíðinni? Og þá einnig óþarfi að dreifa bókum eins og Við ættum öll að vera femínistar til æsku landsins?

„Jafnvel þegar við náum 100% jafnrétti megum við ekki sofna á verðinum því alltaf er hætta á bakslagi og að allt fari í aftur í sama farið. Þess vegna er þörf fyrir félög eins og Kvenréttindafélagið og bækur eins og Við ættum öll að vera femínistar,“ svarar framkvæmdastýran að bragði.

Þýdd á 30 tungumál

Chimamanda Ngozi Adichie fæddist í Nígeríu árið 1977. Nítján ára fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún fékk styrk til náms í stjórnmálafræði og samskiptum við Eastern Connecticut-ríkisháskólann. Eftir útskrift 2001 hóf hún meistaranám í skapandi skrifum við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Árið 2008 lauk hún sinni annarri meistaragráðu, þá í afrískum fræðum við Yale-háskóla.

Adichie hefur skrifað smásagnasafn og þrjár skáldsögur, ein þeirra, Hálf gul sól, kom út á íslensku 2008 í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur sem einnig þýddi Við ættum öll að vera femínistar. Adichie hefur skrifað greinar í tímarit, komið fram á ýmsum ráðstefnum og verið í viðtölum. Sögur hennar hafa verið þýddar á 30 tungumál.

Innlent »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar kr: 9,900,- Keyptir hjá Rekstrarvörum. uppl: 869120...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...