Gripinn glóðvolgur við þjófnað

Lögreglan handtók mann á fimmta tímanum í nótt við Fróðaþingen hann liggur undir rökstuddum grun um að hafa brotist inn í bifreiðar. Maðurinn var með muni á sér  sem hann hafði tekið úr bifreiðum sem hann er grunaður um að hafa farið í. Hann er vistaður vegna rannsóknar máls í fangageymslu lögreglu.

 Ölvaður maður var handtekinn á ellefta tímanum í gærkvöldi grunaður um eignaspjöll. Meðal annars er maðurinn grunaður um að hafa brotið rúðu í bifreið og fleiri brot. Maðurinn er vistaður vegna rannsóknar máls  í fangageymslu lögreglu.

 Í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Háaleitisbraut en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og skömmu eftir miðnætti var ökumaður stöðvaður við Vatnsendahvarf grunaður um að vera ölvaður undir stýri. Um miðnætti var bifreið stöðvuð við Barmahlíð en ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert