Hinsti hvílustaður hvutta og kisu

Á jörðinni Hurðarbaki í Kjós hvíla jarðneskar leifar meira en 200 gæludýra en þar hefur verið gæludýragrafreitur frá árinu 2002.

Þar eru grafin bæði stór og smá dýr, m.a. hundar, kettir, hamstrar, eðlur og slöngur, að því er fram kemur í umfjöllun um gæludýragrafreitinn í Morgunblaðinu í dag.

Á mörgum leiðanna eru legsteinar eða krossar og að sögn Guðnýjar G. Ívarsdóttur, sem á og rekur garðinn, skiptir það fólk miklu máli að geta vitjað dáinna gæludýra sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert