Nýti reynsluna uppbyggilega

Þórir Guðmundsson, nú lögregluþjónn á Ísafirði, og dóttir hans, Sigrún …
Þórir Guðmundsson, nú lögregluþjónn á Ísafirði, og dóttir hans, Sigrún Þórey, sem heitir eftir föðursystur sinni, Þóreyju Guðmundsdóttur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Að missa tvíburasystur mína í bílslysi er nokkuð sem mun fylgja mér alla ævi. Ég hef aldrei verið samur maður á eftir; þetta er stöðugt í huganum. Þó eru liðin tæp þrettán ár síðan þetta gerðist,“ segir Þórir Guðmundsson, lögregluþjónnn á Ísafirði.

„Á tímabili missti ég fótanna, var mikið úti á lífinu og hreinlega týndi sjálfum mér. Með góðri hjálp sálfræðings tókst mér að komast aftur á rétta braut. Hafði þá sem víti til varnaðar tvo stráka sem ég þekkti sem höfðu eftir svipaða reynslu leiðst út í vondan félagsskap og fíkniefnaneyslu. Sjálfur hef ég hins vegar getað nýtt þessa lífsreynslu uppbyggilega eins og ég geri nú með fyrirlestrum og forvörnum í umferðarmálum.“

Í gær var alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa, það er venju samkvæmt þriðja sunnudag í nóvember ár hvert. Er þetta gert að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli á þeirri staðreynd að á ári hverju deyja um 4.000 manns á dag í umferðarslysum í heiminum, auk allra þeirra sem slasast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert