Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Thomas Møller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst. Hann var ...
Thomas Møller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst. Hann var ekki viðstaddur málflutninginn í dag. mbl.is/Eggert

Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Thomas var af héraðsdómi í lok september dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu.

Lögmaður Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sagði fyrir dómi að á milli klukkan sjö og ellefu, morguninn eftir að Birna hvarf, hafi hann, samkvæmt rannsókn lögreglu og dómi héraðsdóms ekið um 140 kílómetra. Páll Rúnar sagði fyrir dómi í dag að ef það yrði niðurstaða sérfræðings að Birnu hafi verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar sem Thomas á að hafa getað ekið miðað við rannsókn málsins, „þá útloki það sekt sóknaraðila“.

Hann benti líka á að mjög fáir staðir á suðurströndinni komi til greina þar sem hægt væri á smábíl að koma manneskju fyrir í sjó. Víðast væru mörg hundruð metrar að sjó og stórgrýtt landslag sem væri mjög erfitt yfirferðar. Ef rannsókn á hafstraumum, vindum eða landslagi leiddi í ljós að Birnu hefði verið komið fyrir í sjó þar sem Thomas hefði ekki getað farið, þá leiddi það til þess að hann væri saklaus.

Þrjár spurningar

Fyrir dómi kom fram að Páll Rúnar vill fyrir hönd umbjóðanda síns fá matsmann til að reikna út hvar Birna hafi verið sett í sjóinn. Til vara vill hann vita hvort það sé niðurstaða matsmanns að Birna hafi verið sett í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Til þrautavara er það lagt fyrir matsmann að meta hversu líklegt sé að Birnu hafi verið komið fyrir í sjó fyrir austan eða vestan þann stað sem hún fannst. Í þessu samhengi benti hann á að staðirnir, þar sem gott aðgengi væri að sjó, austan megin við Selvogsvita (þar sem hún fannst), væru mjög fáir. Hann sagði enn fremur að þeir væru engir vestan Selvogsvita, nema alveg við Grindavík.

Ber að rannsaka vettvang

Hann gagnrýndi að vettvangurinn væri ófundinn og því órannsakaður. Lögum samkvæmt bæri að rannsaka vettvang í sakamálarannsókn. Þess má geta að Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en fyrir dómi sagði Páll Rúnar að umbjóðandi hans hefði aldrei farið um það svæði sem honum er gefið að sök að hafa farið með Birnu.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að skortur á rannsókn á ...
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að skortur á rannsókn á vettvangi glæpsins byggði á því að sakborningur hefði neitað að tjá sig um ferðir sínar daginn örlagaríka. Þórður Arnar Þórðarson

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á í sínum málflutningi að það sem stæði í vegi fyrir að vettvangurinn væri rannsakaður væri sú staðreynd að Thomas hefði ekkert vilja segja til um ferðir sínar umræddan tíma að öðru leyti en að hann hefði hitt ónefndan mann. „Hann vill ekki bjarga sér undan fangelsi í 16 ár með því að upplýsa það.“

Óvissuþættirnir margir

Sigríður benti annars á að ákæruvaldið teldi það hafið yfir allan vafa að Thomas hefði myrt Birnu. Hún sagði að ekki væri ljóst hversu lengi líkið hefði verið í sjónum áður en það fannst og ekki væri hægt að segja um hvernig það hafi rekið í fjöruna. Hún sagði ljóst að ekki væri hægt að svara þeim spurningum sem matsbeiðandi legði fram þannig að svörin myndu breyta sönnunarstöðu í málinu. Óvissuþættirnir væru það margir. Í því samhengi benti hún á að umræddan dag hefði vindur og vindáttir breyst mjög ört í Grindavík. Svar matsmanns yrði alltaf byggt á getgátum.

Sigríður benti á að lögreglumenn hefðu verið fengnir til að keyra þá leið sem Thomas á að hafa keyrt morguninn örlagaríka. Í ljós hefði komið að eftir stæðu 190 óútskýrðir kílómetrar en ekki 140, eins og miðað var við fyrir dómi og við rannsókn málsins.  Auðvelt hefði verið fyrir Thomas að komast um Suðurstrandaveg innan þess kílómetrafjölda, hvort sem umræddur staður væri Óseyrarbrú eða Vogsós. Hún sagði að það væri mat ríkissaksóknara að matsbeiðnin væri óþörf og aðeins til þess fallin að tefja málið og auka við það kostnað – sem mikill væri orðinn. Matið væri óþarft þegar kæmi að sönnunarbyrði í málinu.

Vogsós bara grunnur lækur

Þessu mótmælti Páll Rúnar á þeim forsendum að það breytti engu þó að lögreglumenn hefðu breytt framburði sínum – og vísaði þar til mælinga sem ríkissaksóknari lét lögreglu gera 8. nóvember síðastliðinn. Páll Rúnar sagðist sjálfur hafa mælt leiðina og sú mæling væri alveg jafngild og mæling lögreglu. Hann benti á að gögn úr myndavélum hefðu útlokað að umbjóðandi sinn hefði getað ekið Suðurlandsveginn austur á Reykjanes, eins og Sigríður hafði nefnt í sínum málflutningi. Þá benti hann á að við brúna yfir Vogsós væri bara grunnur lækur, sem ekki gæti skolað líkama til sjávar. Þá væri ekki mögulegt að keyra að sjó í Herdísarvík – sem er annar staður sem nefndur hefur verið – án þess að stórsæi á bílnum.

Uppkvaðning úrskurðar, þar sem afstaða verður tekin til matsbeiðninnar, fer fram innann fárra daga.

mbl.is

Innlent »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR til sölu
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Vestfirðingar til sjós og lands
Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti kolakranastjórinn var Vestfirði...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
 
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...