„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir einsýnt að Foss hefði ...
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir einsýnt að Foss hefði gert endurkröfu á OR, ef farið hefði verið fram á tveggja milljarða króna úrbætur. mbl.is/Árni Sæberg

„Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Orkuveitan, sem seldi húsið til Foss, félags í eigu lífeyris- og fjárfestingasjóða, fyrir 5,1 milljarð árið 2013, hefur komist að samkomulagi um að kaupa húsin aftur á 5,6 milljarða. Í millitíðinni hefur komið í ljós að vesturhúsið er mjög mikið skemmt eða jafnvel ónýtt.

Áætlað er að kostnaður við viðgerðir vegna raka og mygluskemmda í húsinu hlaupi á um tveimur milljörðum króna. Bjarni segir að OR hafi selt húsið í góðri trú árið 2013 en síðustu tvö árin hafi verið að koma í ljós hversu viðamiklar skemmdir á húsinu séu.

Hann segir að mönnum hafi brugðið. Við hafi blasað að OR gat ekki lagt í tveggja milljarða króna viðgerðir. Foss hafi heldur ekki haft á því áhuga að leggja í slíkan kostnað við hús sem félagið var nýbúið að kaupa. „Þeir höfðu keypt gallað hús,“ segir Bjarni.

Kvað á um kaupverð í samningi

Spurður hvers vegna OR hafi ákveðið að kaupa húsið nú segir hann að tímasetningin sé aukaatriði. Staðan hafi verið afar flókin og vilji hafi staðið til að leysa hana. OR, sem byggði húsið, hafi að auki leigt það af Fossi með endurkauparétti eftir tíu ár annars vegar og 20 ár hins vegar. Lágmarksleigutími hafi verið tíu ár. Hann segir að í samningnum hafi verið kveðið á um hvernig kaupverð yrði reiknað, ef til þess kæmi að OR nýtti rétt sinn til að kaupa það. Verðgildi hússins skyldi uppreiknað með vísitölu neysluverðs að viðbættu 2,5% einskiptisálagi. Foss og OR hafi nú samþykkt kaupverð sem sé undir því viðmiði, auk þess sem Foss afsali sér framtíðarleigutekjum.

Orkuveita Reykjavíkur. Sá helmingur hússins sem er vinstra megin á ...
Orkuveita Reykjavíkur. Sá helmingur hússins sem er vinstra megin á myndinni stendur auður. mbl.is/Hjörtur

Bjarni bendir á að ávöxtun söluandvirðisins frá árinu 2013 hafi verið 331 milljón umfram greiddar leigutekjur. OR hafi greitt 906 milljónir í leigu en ávaxtað söluandvirðið um 1.237 milljónir króna.

Hefðu gert endurkröfu

Bjarni segir að OR hafi farið í viðræðurnar með „sanngirnissjónarmið að leiðarljósi“. Staðan hafi verið vond fyrir alla aðila. Spurður hvort eðlilegt sé að kaupa ónýtt hús á nánast fullu verði svarar Bjarni því til að ef OR hefði gert þá kröfu á Foss að félagið lagfærði húsið hefði kaupandinn, sem þeir leigi af, gert endurkröfu á OR, vegna galla á húsnæðinu. „Er skynsamlegt að fara í nokkurra ára hugsanleg málaferli og láta húsið standa autt, engum til gagns, árum saman?“ spyr hann og lýsir þeirri skoðun sinni að það hefði hvorki verið til hagsbóta fyrir OR né Foss – og kostað mikla fjármuni.

Í ágúst var kynnt svört mynd af ástandi hússins en vesturhúsið svokallaða stendur autt. Fram kom þar að til álita hafi komið að rífa þann helming hússins. Í tilkynningu frá OR kemur fram að nákvæmara mat á ýmsum valkostum standi yfir. Þeim hafi fjölgað frá því í ágúst en engin lending sé komin. Fyrsta skerf hafi verið að fá fullt forræði yfir eignunum.

Erfið leit að hlutlausum manni

Spurður um næsta skref segir Bjarni að leit standi yfir að dómkvöddum matsmanni til að leggja mat á skemmdirnar. Leit að slíkum manni sé tímafrek og erfið í litlu landi, þar sem flestir séu á einhvern hátt tengdir. Hann segir að til greina komi að leita út fyrir landsteina að hlutlausum aðila sem allir aðilar geti sæst á. Nokkur ár geti liðið áður en niðurstaða þess manns liggi fyrir. Eftir þeirri niðurstöðu muni Orkuveitan ekki bíða, heldur hefjast handa við að finna heppilega lausn.

Í tilkynningu frá OR í dag kemur fram að OR muni eftir sem áður standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins gagnvart þeim sem að húsbyggingunni komu „með tilliti til hugsanlegra bóta“.

mbl.is

Innlent »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...