UNICEF veitir skólum viðurkenningar

Flataskóli í Garðabæ fékk viðurkenningu UNICEF í dag.
Flataskóli í Garðabæ fékk viðurkenningu UNICEF í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Í samstarfi við UNICEF leggja þessir skólar og frístundaheimili Barnasáttmálann til grundvallar í öllu sínu í starfi.

Af því tilefni skrifuðu börn í Flataskóla skilaboð til stjórnvalda sem voru afhent í dag. Þau skilaboð eru meðal annars að: öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi, öll börn eiga að ganga í skóla og eiga vini og fjölskyldu og að stelpur og strákar eiga jafn mikinn rétt til að tjá sig. Skilaboðunum verður komið til nýrrar ríkisstjórnar þegar hún hefur verið mynduð og vonast börnin til að skilaboðin muni berast til leiðtoga heimsins.

Ævar Þór Benediktsson tók við áskorunum barna í Flataskóla til ...
Ævar Þór Benediktsson tók við áskorunum barna í Flataskóla til ráðamanna heimsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ungmennaráð UNICEF á Íslandi framleiddi myndbönd í tilefni dagsins þar sem nokkur börn tjá sig um það sem skiptir þau máli svo sem hverju þau myndu breyta í heiminum ef þau fengju að ráða og hvað þau myndu gera sem forseti Íslands í einn dag.

Mikilvægt að fullorðnir hlusti meira á börnin

„Börn vita best hvernig er að vera börn og því finnst okkur mikilvægt að fullorðnir hlusti meira á þeirra skoðanir og leyfi þeim að tjá sig. Enda eru það mikilvæg réttindi barna. Þess vegna ákváðum við að búa til þessi myndbönd, til að leyfa börnum að segja sínar skoðanir,“ segir Anna Arnarsdóttir, starfandi formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.

Ævar Þór Benediktsson í Flataskóla.
Ævar Þór Benediktsson í Flataskóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gleðst yfir þeim mikla árangri sem náðst hefur við að bæta stöðu barna um allan heim, en minnir um leið á að þrátt fyrir miklar framfarir þá eru réttindi barna víða brotin. Til að mynda býr nú mikill fjöldi barna (eitt af hverjum 12) við meiri óvissu um framtíð sína, heldur en ríkti um framtíð foreldra þeirra þegar þau voru börn.  

Hvað þýðir #börnfáorðið?

Yfirskrift alþjóðlegs átaks UNICEF á alþjóðlegum degi barna er #KidsTakeOver eða #börnfáorðið og eru ýmsar uppákomur skipulagðar um allan heim. Yfir 130 lönd taka þátt á átakinu þar sem börnum er gefinn vettvangur til að tjá sig um þau mál sem brenna á þeim. Tilgangurinn er að minna á að börn eiga mikilvæga rödd og að þau skulu vera þátttakendur í ákvörðunum sem munu móta framtíð þeirra.

Börnin voru stolt af verðlaununum.
Börnin voru stolt af verðlaununum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþjóðlega munu þekktir leikarar, þjóðarleiðtogar og velgjörðasendiherrar UNICEF um allan heim taka þátt í deginum. Í stuttmynd sem unnin var af UNICEF í samstarfi við David Beckham ræða börn stöðu heimsmála, á Spáni munu börn taka yfir fótboltaleikvang FC Barcelona með Messi og félögum og nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk var frumsýnt svo nokkuð sé nefnt. Auk þess munu leikkonurnar Dafne Keen (Logan) og Isabela Moner (Transformers: the Last Knight), ásamt Nickelodeon stýra samkomu 150 barna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

„Markmið #börnfáorðið átaks UNICEF á Íslandi er að minna á það að börn eru mikilvægur hluti af okkar samfélagi og að hlusta eigi á þau, í dag og alla aðra daga. Markmiðið er einnig að vekja athygli á réttindum barna um allan heim og gefa börnum tækifæri til að tjá sig um þau mál sem hafa áhrif á þau og berjast fyrir réttindum sínum og annarra barna,” segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, einnig í tilkynningu. 

Nemendur í Laugarnesskóla í Reykjavík.
Nemendur í Laugarnesskóla í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

UNICEF á Íslandi hvetur fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið á alþjóðlegum degi barna þannig að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu. 

Hægt er að fylgjast með viðburðum og uppákomum hér á landi og um allan heim undir myllumerkjunum #börnfáorðið og #WorldChildrensDay.

Dagurinn er hátíðlegur um allan heim.
Dagurinn er hátíðlegur um allan heim. Ljósmynd/Aðsend
Frá verðlaunaafhendingunni.
Frá verðlaunaafhendingunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Vestfirska forlagið
Vestfirðingar til sjós og lands Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti ...
Ukulele
...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...