Veður getur hamlað eftirliti

Fyrir miðri mynd má sjá nýjan sigketil.
Fyrir miðri mynd má sjá nýjan sigketil. mbl.is/RAX

Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum.

Á samráðsfundi um stöðu mála vegna jökulsins, sem fram fór í dag, var ákveðið að setja upp „síritandi mælitæki“ til að fylgjast með jöklinum. Til stendur að setja þau upp næstu daga.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að stofnunin haldi úti sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftamælum. Enn sé unnið úr gögnum og sýnum sem safnað var um helgina og búast megi við niðurstöðum fyrir lok vikunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert