Vetrarfærð víða um land

Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Eins er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og Vestfjörðum og eitthvað um éljagang og skafrenning. Þæfingur er á Vatnaleið, í Ísafjarðardjúpi og úr Bjarnarfirði og norður í Gjögur en þungfært er á Klettshálsi. Þæfingur er á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiðin ófær.

Vetrarfærð er á Norðurlandi, snjóþekja eða hálka víðast hvar. Éljagangur eða snjókoma mjög víða. Þæfingsfærð er á Dettifossvegi en þungfært á Siglufjarðarvegi frá Hofsósi í Ketilás. 
Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert