Lífeyrissjóðir greiða sífellt meira til FME

Kostnaður við Fjármálaeftirlitið hækkar ár frá ári.
Kostnaður við Fjármálaeftirlitið hækkar ár frá ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.

Hækkar gjaldið um 12% frá fyrra ári þegar það reyndist rúmar 272 milljónir króna, að því er fram kemur í umfjöllun um gjaldheimtu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Sé mið tekið af meðallaunum á Íslandi, 667 þúsund krónum á mánuði, þarf lífeyrisiðgjöld 905 launamanna í heilt ár til þess að standa straum af gjaldinu sem sjóðirnir greiða til FME.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert