Kaflaskil í verðbólguþróun

Þrýstingur er á vöruverð upp á við.
Þrýstingur er á vöruverð upp á við. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um verðlagsmálin í dag segir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, tímabili verðhjöðnunar að ljúka. Verðbólga í viðskiptalöndum sé meiri en á undanförnum árum.

Valdís Gunnarsdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir þrýsting á verðhækkanir munu aukast verulega á nýju ári. Þá m.a. vegna launahækkana. „Í stað verðhjöðnunar munum við flytja inn verðbólgu,“ segir Valdís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert