Óhætt að tína krækling í fjöru

Girnilegur kræklingaréttur.
Girnilegur kræklingaréttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar.

Hafði stofnunin áður varað við neyslu kræklings úr Hvalfirði, en ástæða viðvörunar var sú að DSP-þörungaeitur í skelkjöti greindist yfir viðmiðunarmörkum og eitraður þörungur sem valdið getur DSP-eitrun í skelfiski var á sveimi í firðinum síðastliðið ár.

„Tekin voru sýni í byrjun nóvember af sjó úr Hvalfirði og krækling sem safnað var við Fossá. Ekki varð vart við eitraða þörunga í sjónum. Þörungaeitur greindist en það var undir þeim viðmiðunarmörkum sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert