Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Reynir Sævarsson, fagstjóri vatns- og fráveitna hjá EFLU, kynnir greiningu …
Reynir Sævarsson, fagstjóri vatns- og fráveitna hjá EFLU, kynnir greiningu sína á fundinum Mynd/Samorka

Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.

Þar segir að í dag sé hlutfallið 77% en á þessu ári bætist 10 þúsund landsmenn í þann hóp að búa við skólphreinsun. Það gerist þegar nýjar hreinsistöðvar verða teknar í notkun í Borgarnesi, á Akranesi og á Kjalarnesi.

Þessi staðreynd byggir á nýrri greiningu EFLU um framtíðarhorfur í fráveitumálum og var kynnt á opnum fundi Samorku sem haldinn var vegna alþjóðlegs dags klósettsins.

Haft er eftir Reyni Sævarssyni, fagstjóra vatns- og fráveitna hjá EFLU, að bæta þurfi ástand lagnakerfa, klára að hreins skólp, hreinsa meira ofnavatn og að styrkja þurfi kerfið til að draga úr flóðahættu. Þetta byggir hann á tölum úr nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um stöðu innviða í landinu. Þar kom fram að fjárfestinga væri sárast þörf í fráveitu og vegakerfi.

Reynir sagði að áðurnefnd uppbygging kosti á bilinu 50 til 60 milljarða auk þess sem aukin skólphreinsun kosti 20 milljarða.

Nánari umfjöllun um fundinn má finna á vef Samorku.

Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í …
Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í sumar. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert