Börnin koma af vígvellinum

Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Guðni Th. …
Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Samfélagið allt þarf að vera tilbúið að standa með börnum sem koma frá ofbeldisheimilum en þau hafa hafa gengið í gegnum erfiða reynslu og orðið vitni að hræðilegum hlutum. Þessi hópur er ekki hávær og af þeirri ástæðu er mikilvægt að passa upp á að hann gleymist ekki.“

Þetta segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins í Morgunblaðinu í gær. Á afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var í fyrradag, afhentu fulltrúar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kvennaathvarfinu árlega viðurkenningu sína fyrir sérstakt framlag til mannréttinda barna og fyrir að sinna í vaxandi mæli þörfum þeirra barna sem dveljast hverju sinni í athvarfinu með mæðrum sínum.

Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á barnasáttmálanum, sem raunar er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla. Í ár hafa nærri 140 konur og 100 börn komið til dvalar um lengri eða skemmri tíma í Kvennaathvarfinu. Hefur fjöldinn sjaldan verið jafnmikill og í ár allt frá stofnun athvarfsins fyrir 35 árum.

„Börnin sem til okkar koma hafa mörg verið nánast stödd á vígvelli og eru mörkuð af þeirri reynslu,“ segir Sigþrúður í umfjöllun um viðurkenninguna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert