„Fullkomlega gerlegt“ að stofna miðhálendisþjóðgarð

Vatnajökulsþjóðgarður.
Vatnajökulsþjóðgarður. mbl.is/Rax

Verður stofnun miðhálendisþjóðgarðs að veruleika? Það er spurning sem næsta ríkisstjórn og umhverfisráðherra verða að taka afstöðu til því boltinn er hjá þeim. Skýrsluhöfundar sem sátu í nefnd sem greindu forsendur fyrir því að stofna miðhálendisþjóðgarð og mbl.is ræddi við eru vongóðir um að slíkur þjóðgarður muni líta dagsins ljós. Hins vegar á eftir að móta hugmyndina betur og vinna að enn frekari stefnumótun sem mun byggja á nokkuð ítarlegum grunni fyrrnefndrar skýrslu. 

„Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð. Það yrði til dæmis auðveldara að vernda náttúruna, gera áætlanir um stjórnun og efnahagslegur ávinningur yrði af svæðinu,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Hann sat í nefnd sem umhverfisráðherra skipaði til að greina forsendur fyrir miðhálendisþjóðgarði sem skilaði af sér skýrslu í síðasta mánuði. Hann var tilnefndur af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfismála.

Skýrslan er yfirgripsmikil þar sem hin ýmsu sjónarmið eru dregin upp. Skýrslan felur ekki í sér neina niðurstöðu heldur eru dregnar upp nokkrar mögulegar sviðsmyndir og bent á hina ýmsu valkosti sem eru í stöðunni. Vatnajökulsþjóðgarður er til að mynda skoðaður og farið yfir þann lærdóm sem má draga af stofnun hans og rekstri.

Afmörkun miðhálendisins miðast við línu dregna á milli heimalanda og ...
Afmörkun miðhálendisins miðast við línu dregna á milli heimalanda og afrétta en sem var aðlöguð í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila við vinnslu svæðisskipulags miðhálendisins sem tók gildi árið 1999. Mynd úr skýrslu

„Það þarf að vernda þessa náttúru“

„Það er ljóst að það þarf að vernda þessa náttúru hvort sem það verður í þjóðgarði eða ekki í framtíðinni. Með því að hafa þjóðgarð þá tekur skipulagið til allra þessara svæða,“ segir Árni og bætir við: „Það sem er gott við þetta er að hugmyndin er komin á blað hjá stjórnvöldum.“

Hann segir að boltinn liggi núna hjá næsta ráðherra og ríkisstjórn Íslands sem verði að skoða þessa punkta og taka ákvörðun. Hann segir margt verði að skoða og taka tillit til eins og efnahagslegra þátta til dæmis fjármögnun garðsins og stýrikerfi. Í skýrslunni er gert ráð fyrir samskonar kerfi og er við lýði í Vatnajökulsþjóðgarði, að sveitarstjórn á tilheyrandi svæðum hafi ríka aðkomu að stjórnun þjóðgarðsins á sínu svæði.

Árni Finnsson.
Árni Finnsson. Ljósmynd/Aðsend

Árni segir að tvímælalaust verði að hafa gjaldtöku á svæðinu en bendir á að í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þess. „Ferðamenn verða að borga fyrir þá þjónustu sem þeir fá. Hálendið er auðlind sem ferðamenn nýta,“ segir Árni. Slíkt þyrfti að gera með skipulagðari og heildrænni hætti en að rukka til dæmis fyrir bílastæði eins og gert er á Þingvöllum til að greiða fyrir uppbygginguna á því svæði, segir Árni.

Árni segir skýrsluna vera skref í rétta átt og er mjög ánægður með vinnu hópsins og tekur sérstaklega fram að formaður nefndarinnar hafi stýrt vinnu hópsins vel.

Stjórnsýslumörk sveitarfélaga innan miðhálendislínunnar. Samtals er 21 aðalskipulagsáætlun sveitarfélaga sem ...
Stjórnsýslumörk sveitarfélaga innan miðhálendislínunnar. Samtals er 21 aðalskipulagsáætlun sveitarfélaga sem nær inn á miðhálendi Íslands. Þetta eru eftirtalin sveitarfélög: Akrahreppur, Ásahreppur, Bláskógabyggð, Borgarbyggð, Djúpavogshreppur, Eyjafjarðarsveit, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Skaftárhreppur, Skútustaðahreppur 31, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður og Þingeyjarsveit. Mynd úr skýrslu

Hægt að byggja á skýrslunni

„Þetta er ekki skýrsla sem skilar niðurstöðu heldur er safn upplýsinga og grunnhugmynda sem mögulega verður hægt byggja á. Það er umfangsmikið að stofna svona stóran þjóðgarð og inn í þetta spila margar skipulagsgerðir, aðalskipulag sveitarfélaga, svæðisskipulag miðhálendisins, kerfisáætlun Landsnets, rammaáætlun of.l. Þá er ýmis vinna enn í gangi sem skiptir máli t.d. skilgreining víðerna, hefði verið betra að hafa þá skilgreiningu skýra í vinnu nefndarinnar. Þetta er klárlega skref í rétta átt og fínt gagn til frekari umræðu og vinnu áður en þetta verður að veruleika,“ segir Dagbjört Jónsdóttir um skýrsluna. Hún sat í nefndinni og var tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga en hún er sveitarstjóri Þingeyjasveitar.

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í skýrslunni kemur fram að tryggja verði að óbeinn eignarréttur sem felst í veiði og búfjárbeit innan miðhálendisins þó stofnaður verði þjóðgarður. Fundir voru haldnir með sveitarfélögum sem eiga land innan mögulegs miðhálendisþjóðarðs. „Fulltrúar sveitarfélaganna voru frekar jákvæðir, töldu mikilvægt að koma skipulagi á umferð ferðamanna um miðhálendið með einhverjum hætti en einnig að tryggja samgöngur og raforkuflutning. Það er mjög mikilvægt að eiga samráð og samvinnu við heimamenn“ segir Dagbjört spurð um viðhorf sveitarfélaganna til þjóðgarðs. Í því samhengi nefnir hún Vatnajökulsþjóðgarð þar sem sveitarfélögin eiga fulltrúa í svæðisráðum.     

Í skýrslunni er einnig rætt um raforkuflutning sem er nauðsynlegur fyrir atvinnustarfsemi og þróun byggðar og tekið fram að þjóðgarður mætti ekki koma í veg fyrir orkuflutning. „Mikilvægt að horft sé til flokkunar (IUCN) við stofnun þjóðgarðs þar sem svæðið í heild er flokkað niður í minni svæði þar sem mismunandi reglur geta gilt um framkvæmdir á ákveðnum stöðum, virkjanir, vegaframkvæmdir, raflínur o.s.frv..“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Búa við takmarkað afhendingaöryggi raforku

Dagbjört bendir á að íbúar á Norðaustur- og Austurlandi búa við takmarkað afhendingaöryggi raforku. „Þetta er mikilvægt mál sem menn hafa áhyggjur af, atvinnuuppbygging er ákveðnum takmörkunum háð vegna þess að afhendingaröryggi og flutningsgeta raforku er verulega ábótavant á þessum svæðum. Dæmi er um að fyrirtæki þurfa að treysta á díselrafstöðvar við framleiðslu sína vegna þessa, það er ekki ákjósanleg staða og ákveðið áhyggjuefni um leið og við viljum leggja okkur fram við að vera umhverfisvæn á allan hátt.” segir Dagbjört og bendir á mikilvægi þess að styrkja byggðalínuna en umdeilt er hvar hún eigi að liggja.

Staðsetning og flokkun virkjunarkosta á miðhálendinu samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar í ...
Staðsetning og flokkun virkjunarkosta á miðhálendinu samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar. Mynd úr skýrslu

Í skýrslunni eru fjallað um nokkrar sviðsmyndir fyrir stofnun þjóðgarðs og frekari verndun innan miðhálendisins.Þetta er umfangsmikið verkefni og mikilvægt að vanda alla vinnu og undirbúning að sögn Dagbjartar. „Þessar sviðsmyndir sem og annað sem fram kemur í skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir upplýsta og áframhaldandi umræðu og ákvarðanatöku um stofnun miðhálendisþjóðgarð“

Dagbjört reiknar með að stofnun miðhálendisgarðsins verði að veruleika í framtíðinni en segir alls óvíst með hvaða hætti hann verður en ljóst að mikil vinna er framundan.  

Hér er skýrslan í heild sinni.  

Vatnajökulsþjóðgarður.
Vatnajökulsþjóðgarður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Samningar náðust ekki í kvöld

21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Engin fékk milljarðana 2,6

20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

„Það hlýnar á morgun“

15:58 Heldur hlýnar á landinu öllu seinnipartinn á morgun og hitastig verður komið réttum megin við frostmark síðdegis og annað kvöld. Þessu fylgir þó einhver rigning, sérstaklega á suðvesturhluta landsins. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...