Krafa um refsingu yfir Geirmundi lækkuð um tvö ár

Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun.
Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í Hæstarétti í morgun. Hefur krafa um refsingu í málinu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári.

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Geirmund af ákæru um umboðssvik í nóvember árið 2016, en í héraðsdómi fór ákæruvaldið fram á fjögurra ára fangelsisrefsingu. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar í byrjun janúar á þessu ári.

Helgi Magnús benti á það í málflutningi sínum fyrir Hæstarétti að Geirmundur væri fullorðinn maður sem ætti við heilsubrest að stríða, það lægi fyrir samkvæmt læknisvottorði.

Hann sagði jafnframt að það væri ekki hægt að mæla með mildun refsingar á þeim forsendum að Geirmundur hefði gert grein fyrir brotum sínum og gengist við þeim, enda hefði hann reynt að varpa allri ábyrgð á undirmenn sína.

Helgi Magnús benti á á refsiramminn fyrir þau brot sem ákært væri fyrir væri sex ár. Hann sagði að við ákvörðun refsingar yrði að líta yrði til þeirrar áhættu sem var tekin, þeirra hagsmuna sem voru í húfi og þess tjóns sem varð. Ákæruvaldið fer því fram á að Geirmundi verði gert að sæta tveggja ára fangelsisrefsingu.

Ákæruvaldið hefur lækkað kröfu um refsingu um tvö ár.
Ákæruvaldið hefur lækkað kröfu um refsingu um tvö ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Geir­mund­ur var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjár­hæðirn­ar í ákær­unni nema tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. 

Í ákæru sagði að Geir­mund­ur hefði stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram. Þá var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.

Refsing gæti komið þungt niður á honum

Verjandi Geirmundar, Grímur Sigurðsson, fer fram á sýknu í málinu, en verði Geirmundur fundinn sekur fer hann fram á að refsing verði látin falla niður. Hann tók engu að síður fram að jákvætt væri að ákæruvaldið hefði lækkað kröfu um refsingu um tvö ár.

Verjandi bendir á að samkvæmt læknisvottorði geti refsing komið þungt ...
Verjandi bendir á að samkvæmt læknisvottorði geti refsing komið þungt niður á Geirmundi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grímur sagðist í málflutningi sínum ósammála ákæruvaldinu um að refsiramminn fyrir þau brot sem ákært er fyrir væri sex ár. Refsiramminn væri í raun tvö ár nema að um mjög alvarleg brot væri að ræða. Þá sagði Grímur það óumdeilt í málinu að ráðstafanir hefðu verið gerðar í þágu sparisjóðsins. Ákærði hefði ekki reynt að auðga sig eða aðra nákomna.

Grímur benti einnig á að málsmeðferðartíminn hefði verið langur, enda liðinn áratugur frá því hin meinta refsiverða háttsemi hefði átt sér stað.

Þá tiltók Grímur persónulegar ástæður þess að fella ætti refsingu niður ef Geirmundur yrði fundinn sekur. Líkt og kom fram í máli ákæruvaldsins þá benti hann að fyrir lægi læknisvottorð um að Geirmundur, sem væri á áttræðisaldri, glímdi við alvarleg veikindi. Í læknisvottorðinu væri jafnframt staðfest að yrði honum gerð refsing gæti það komið þungt niður á honum. Þá hefði málið komið illa við hann og fjölskyldu hans og að hann væri í raun búinn að taka út refsingu.

Benti Grímur á að hár aldur hefði áður haft áhrif á ákvörðun refsingar.

mbl.is

Innlent »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...