Rýming Háaleitisskóla í skoðun

Húsnæði gamla Álftamýrarskóla hefur lengi þótt ábótavant. Ákveðið hefur verið …
Húsnæði gamla Álftamýrarskóla hefur lengi þótt ábótavant. Ákveðið hefur verið að fara í viðamiklar framkvæmdir í vor.

Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar.

„Í raun og veru er ekki umræða um hvort það sé eitthvað að, það er eitthvað að og við ætlum bara að fara í að laga það. Það er mergur málsins. Við erum í sambandi við skóla- og frístundasvið um öll þessi mál og það var ákveðið að athuga, í samráði við þau, hvort við þyrftum að fara í einhverjar rýmingaraðgerðir.“

Þetta segir Jón Valgeir Björnsson, umsjónarmaður viðhalds fasteigna hjá Reykjavíkurborg, í umfjöllun um ástands skólans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert