Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

Sveinn Gestur Tryggvason við aðalmeðferð málsins í dag.
Sveinn Gestur Tryggvason við aðalmeðferð málsins í dag. mbl.is

Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá. Í skýrslutöku hjá lögreglu hafði Sveinn ekki greint frá því að Jón Trausti hefði veitt Arnari áverka.

Sveinn er sá eini sem er ákærður í málinu, en hann fór ásamt Jóni Trausta og nokkrum öðrum upp í Mosfellsdal að heimili Arnars umræddan dag.

„Ég hafði ekki séð hann svona áður“

Við skýrslutöku yfir Sveini við aðalmeðferð málsins í dag sagði hann að tilgangur ferðarinnar hafi verið að sækja verkfæri sem hann ætti en voru í vörslu Arnars. Sagði hann að Arnar hafi komið til dyra, en verið undir áhrifum og æstur eftir því. „Ég hafði ekki séð hann svona áður,“ sagði Sveinn.

Segir hann Arnar svo aðeins hafa róast, en þegar þeir hafi verið komnir út hafi hann aftur æst sig og sett sig í ógnandi stöðu. „Hann var eins og kúreki að ná í eitthvað,“ sagði Sveinn og bætti við að hann hefði spurt Arnar hvort hann væri vopnaður en fengið neitandi svar.

Sveinn sagði að næst hafi Arnar byrjað að hrinda honum og slá til sín. „Mér brá og vildi komast úr þessum aðstæðum,“ sagði hann. Tveir bræður sem voru með Sveini í þessari ferð hafi reynt að grípa Arnar á þessum tímapunkti en hann slitið sig frá þeim og fallið í mölinni við húsið. Sagði Sveinn að sér hafi brugðið í þessum aðstæðum og viljað komast úr þeim.

Ber á milli um átök í brekkunni

Ekki er deilt um það í málinu að Arnar hafi sótt kúst og gert atlögu að bíl mannanna, en í framburði Sveins lýsti hann atlögunni sem mjög ágengri sem hafi endað með að Arnar braut rúðu bílsins sem Sveinn var í með kústinum. Þeir hafi svo keyrt niður hlaðið við heimili Arnars og ætlað í burtu, en Arnar komið á eftir þeim niður brekkuna með járnprik.

Framburður Sveins er á skjön við það sem hann sagði í fyrri skýrslutöku hjá lögreglu og framburð barnsmóður Arnars og nágranna sem var á staðnum.

Sagði Sveinn að Jón Trausti hefði farið upp brekkuna og mætt Arnari og þeir tekist mikið á. Jón Trausti hafi endað ofan á Arnari eftir talsverð átök þar sem hann hafi meðal annars lamið hann með neyðarhamri og Sveinn ekki viljað sjá hann meiða Arnar meira, enda hafi þeir verið vinir. Áður en hann fór að Arnari hringdi Sveinn hins vegar í lögregluna og var upptaka af því símtali spiluð í dómsalnum.

Átti að „choka hann út“

Sagði hann að Arnar hafi verið alblóðugur þegar hann kom að þeim Jóni Trausta. Í símtalinu heyrist Sveinn segja við Jón Trausta að „choka hann út“ (innsk. blaðamanns: svæfa hann með hengingartaki) og svaraði Sveinn því til að hann hefði viljað fá Arnar rólegan þangað til lögreglan mætti á staðinn. Svo hafi hann sagt að hann myndi taka við „chokinu“, en Sveini var umtalað um að Arnar og Jón Trausti hafi ekki verið góðir vinir og hann hafi viljað koma í veg fyrir að hann myndi gera meira við Arnar. Sveinn hafi svo eftir þetta haldið höndum Arnars fyrir aftan bak þangað til hann hafi áttað sig á því að hann andaði ekki og þá hafið endurlífgun.

Í símtalinu við Neyðarlínuna heyrist Sveinn einnig öskra fúkyrði á Arnar þar sem hann væntanlega liggur á jörðinni. Sagði hann fyrir dómi að hann hafi ekki vitað á þessum tíma í hvernig ástandi Arnar var. „Sé rosalega mikið eftir því sem ég sagði.“

Ætlaði í guðfræðinám og trúarbragðafræðslu

Verjandi Sveins spurði hann einnig hvort hann væri fíkniefnaneytandi eða handrukkari og svaraði Sveinn því neitandi þótt hann hafi fiktað við fíkniefni á einhverjum tímapunktum. Á þeim tímapunkti sem þetta kom upp hafi hann verið búinn að koma upp garðaþjónustu og nýlega stofnað líkamsræktarstöð. Hann hafi einnig haft þau framtíðarplön að fara í trúarbragðafræðslu og guðfræðinám. „Ég bjóst aldrei við að vera á þessum stað,“ sagði hann.

Spurður um misræmið á milli skýrslutökunnar hjá lögreglu og svo fyrir dómi varðandi þátt Jón Trausta, sem hann hafði áður sagt að hafi ekki lamið Arnar, sagði Sveinn að hann hafi búist við að Jón Trausti myndi sjálfur segja frá því eða að lögreglan myndi komast að þessu við rannsóknina. Hann hafi ekki viljað koma Jóni Trausta í meiri vandræði en þyrfti. „Ég sé eftir því,“ sagði hann.

mbl.is

Innlent »

Átak gegn skattsvikum

09:47 Stefnt er að á fyrstu mánuðum næsta árs verði lögð fram drög að lagafrumvarpi um hertar aðgerðir og endurbætt tæki í baráttunni gegn skattundanskotum og skattsvikum. Meira »

Skuldir lækki um 50 milljarða

09:43 Gert er ráð fyrir því að skuldir ríkissjóðs muni lækka um 50 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Aukin framlög til heilbrigðismála

09:12 Aukin framlög verða til heilbrigðismála á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að 8,5 milljörðum verði bætt við sjúkrahúsþjónustu, borið saman við fjárlög þessa árs, 1,9 milljörðum verði bætt við hjá heilsugæslu og 4,2 milljörðum til lyfjakaupa. Meira »

Ný fjárlög kynnt - beint

09:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir ný fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018 á fundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu núna klukkan 9:00. Frumvarpið var klárað af stjórnarflokkunum fyrir um viku, en ráðuneytið hefur haft það til vinnslu síðan þá. Meira »

Staðfesti úrskurð Félagsdóms

08:53 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Félagsdóms þar sem máli Kennarasambands Íslands gegn íslenska ríkinu var vísað frá. Meira »

Áslaug, Páll og Óli stýri nefndum

08:46 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að gera tillögu um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Páll Magnússon verði formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Meira »

Varúð hreindýr á veginum

07:34 Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.   Meira »

Stúfur tjáir sig á Twitter

08:45 Enn fjölgar í hópi þeirra jólasveina sem ekki hyggjast fara að tillögum jólagjafaráðs. Seint í gærkvöldi greindi Stúfur frá því á samskiptamiðlinum Twitter að hann hygðist fara á svig við tillögur ráðsins. Meira »

Allt að 12 stiga frosti spáð

06:58 Spáð er allt að 12 stiga frosti á morgun en bæði í dag og á morgun er spáð björtu veðri víða. Á laugardag gengur í suðaustan með slyddu og síðar rigningu. Meira »

Fleiri þúsund lítrar af vatni

06:44 Talið er að um 400 þúsund lítrar af vatni hafi sprautast úr brunahana sem brotnaði þegar próflaus ökumaður á allt of miklum hraða missti stjórn á bifreið sinni í Hafnarfirði í gær. Meira »

Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna

06:37 Maður sem liggur undir grun um að hafa reynt að kyrkja unga konu fyrr í mánuðinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grunur er um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera. Meira »

Gögnum málsins eytt

06:17 Öllum gögnum úr máli Roberts Downeys hefur verið eytt. Það er bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum 24. febrúar árið 2015. Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem lagði fram kæru gegn honum í sumar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...