Þöggun og meðvirkni verði ekki liðin

„Við heitum því að gera allt sem í okkar valdi …
„Við heitum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja konum öruggt umhverfi innan Pírata og alls staðar annars staðar þar sem við höfum völd og áhrif,“ segir m.a. í tilkynningunni. Á myndinni má sjá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, á Bessastöðum fyrir skemmstu. mbl.is/​Hari

Karlar í Pírötum styðja heilshugar við það þverpólitíska framtak íslenskra kvenna í stjórnmálum að koma fram sem hópur til að lýsa reynsluheimi sínum. Reynsluheimi sem einkennist af því að þurfa að þola kynferðisofbeldi og áreitni við stjórnmálastörf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Þar segir ennfremur, að þessu fylgi afdráttarlaus krafa um að allir karlar taki ábyrgð, að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu, setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning. 

„Þessa kröfu ber að taka alvarlega. Umhverfi þar sem hegðun af þessu tagi fær að viðgangast er fráhrindandi fyrir konur og stuðlar að grófu valdaójafnvægi. Við heitum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja konum öruggt umhverfi innan Pírata og alls staðar annars staðar þar sem við höfum völd og áhrif. Þöggun um þessi vandamál og meðvirkni með þeim verður ekki liðin af okkar hálfu,“ segir í tilkynningunni.

Eftirfarandi skrifa undir tilkynninguna:

  1. Halldór Auðar Svansson
  2. Jón Thoroddsen
  3. Einar Árni Friðgeirsson
  4. Kristján Gunnarsson
  5. Villi Asgeirsson
  6. Þórgnýr Thoroddsen
  7. Lárus Vilhjálmsson
  8. Hermann Björgvin Haraldsson
  9. Kristinn Ágúst Eggertsson
  10. Unnar Þór Sæmundsson
  11. Eiríkur Rafn Rafnsson
  12. Arnór Bogason
  13. Ragnar Elías Ólafsson
  14. Ólafur Ingi Brandsson
  15. Baldur Karl Magnússon
  16. Arnaldur Sigurðarson
  17. Björn Leví Gunnarsson
  18. Jón Gunnar Borgþórsson
  19. Kjartan Jónsson
  20. Júlíus Blómkvist Friðriksson
  21. Gissur Gunnarsson
  22. Grettir Ólafsson
  23. Viktor Orri Valgarðsson
  24. Bergþór H. Þórðarson
  25. Hákon Helgi Leifsson
  26. Helgi Laxdal
  27. Hafþór Hilmarsson O’Connor
  28. Svafar Helgason
  29. Einar Brynjólfsson
  30. Sigurbjörn Marinósson
  31. Fróði Snorrason
  32. Trausti Björgvinsson
  33. Bjarni Rúnar Einarsson
  34. Steinar Þór Guðlaugsson
  35. Sævar Þór Halldórsson
  36. Hrafnkell Brimar Hallmundsson
  37. Vignir Árnason
  38. Eysteinn Jónsson
  39. Jón Þór Ólafsson
  40. Kristján Gísli Stefánsson
  41. Sæmundur Ámundason
  42. Snæbjörn Brynjarsson
  43. Mörður Ingólfsson
  44. Smári McCarthy
  45. Siggeir F. Ævarsson
  46. Haraldur Gústafsson
  47. Garðar Valur Hallfreðsson
  48. Hallur Guðmundsson
  49. Sigurður Erlendsson
  50. Svanur Kristjánsson
  51. Andri Þór Sturluson
  52. Árni Steingrímur Sigurðsson
  53. Birgir Steinarsson
  54. Kári  Valur  Sigurðsson
  55. Helgi Hrafn Gunnarsson
  56. Gunnar Hrafn Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert