„Verra en við héldum“

„Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“

Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, upphafskona átaksins „Í skugga valdsins #metoo“. Um 600 konur í stjórnmálum á Íslandi hafa rætt saman og deilt reynslusögum sínum um kynbundið ofbeldi sem þær hafa mátt sæta í starfi sínu í hópi á Facebook í vikunni. Þar af eru fyrrverandi og núverandi ráðherrar og fjöldi alþingismanna.

„Það þurfa allir flokkar að bregðast við. Þær konur sem eru varaformenn og formenn í flokkum eru í þessum hópi svo ég vænti viðbragða. Að sjálfsögðu finnst okkur sjálfsagt að þetta verði tekið upp í viðræðum um ríkisstjórnarsamstarf en þetta hefur rúllað svo hratt að við erum ekki komin svo langt,“ segir Heiða í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert