„Það er búið að vera gaman allan tímann“

Skógurinn er okkar skjól, öll dýrin í skóginum syngja saman …
Skógurinn er okkar skjól, öll dýrin í skóginum syngja saman uppi á sviðinu. Ljósmynd/Andrea Eðvaldsdóttir

Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri tónlistarskólans, heillaðist af Móglí með dætrum sínum í Borgarleikhúsinu um aldamótin.

„Þetta byrjar þannig að Theodóra, sem er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, hefur samband við mig og biður mig að leikstýra söngleiknum Móglí í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Ég byrjaði þá strax að leggja línurnar þegar ég fékk handritið í hendurnar,“ segir Halldóra Rósa Björnsdóttir, leikstjóri sýningarinnar.

Um er að ræða söngleik eftir sögum Rudyards Kiplings, „Jungle Book“, sem Tónlistarskóli Borgarfjarðar setur upp í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Leikgerðin er eftir Illuga Jökulsson og tónlistin að mestu eftir Óskar Einarsson.

Aðalæfing verður í dag og frumsýningin klukkan 18 á morgun, í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sýningin er tveir tímar með hléi og gert er ráð fyrir að sýningar verði samtals tíu.

Sjá viðtal við Halldóru Rúnu um afmælisárið og leiksýninguna í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert