„Fjöldafátækt“ meðal aldraðra

Eftirlaun aldraðra hér eru lægri en meðaltal OECD-ríkjanna.
Eftirlaun aldraðra hér eru lægri en meðaltal OECD-ríkjanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að það hlutfall þjóðartekna sem rennur til aldraðra sem eftirlaun er 2-2,5% lægra hér á landi en meðaltal OECD-ríkjanna.

Það kostar um 36 milljarða að laga þetta og koma eftirlaunum aldraðra á Íslandi upp í sömu upphæð og meðaltal OECD-ríkjanna segir til um. Það gera um 72 þúsund krónur á mann,“ segir dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í Morgunblaðinu í dag.

Haukur kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á kjörum aldraðra sem hann vann fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík á fundi félagsins á þriðjudag. Vel var tekið í kynningu Hauks á rannsókn sinni á fundinum. Niðurstöður hans eru gleðiefni fyrir þá sem barist hafa fyrir afnámi skerðinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert