Holtavörðuheiði lokuð í dag

Björgunarsveitin Brák kom með ferðamenn í fjöldahjálparstöðina.
Björgunarsveitin Brák kom með ferðamenn í fjöldahjálparstöðina. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg.

Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal. 

Lögregla og björgunarsveitarmenn í Borgarnesi.
Lögregla og björgunarsveitarmenn í Borgarnesi. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Aðrir en þeir sem slösuðust voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Borgarnesi. Þar hefur öllum farþegum bíla sem lentu í árekstrinum verið veittur sálrænn stuðningur frá sjálfboðaliðum Rauða krossins í Borgarfirði.

Björgunarsveitin Brák flutti erlenda ferðamenn og Íslendinga í fjöldahjálparmiðstöðina sem er til húsa í Menntaskóla Borgarfjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert