Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Katia og eiginmaður hennar Massimo, hafa búið hér á landi …
Katia og eiginmaður hennar Massimo, hafa búið hér á landi í sex ár og una hag sínum vel við að bjóða Íslendingum ítalskar kræsingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Í hillum standa flöskur og brúsar með ólífuolíu af ýmsum gerðum og þar er líka ítalskt kaffi í stórum og smáum pökkum. Að sjálfsögðu er það sérmalað fyrir ítalskar espressovélar.

Svona er umhorfs hjá þeim Massimo og Katiu, sem reka samnefnda verslun með sælkeravörur og mat frá heimalandi sínu, Ítalíu, efst á Laugaveginum.

„Við höfum búið á Íslandi í sex ár og okkur finnst gott að vera hér,“ segir Katia. Fyrstu fimm árin hér á landi ráku þau veitingastaðinn Massimo og Katia við Laugarásveg, sem seldi mat út úr húsi, en núna eru þau komin nær miðbænum og una þar hag sínum vel við verslunarrekstur og veisluþjónustu.

Sjá viðtal við Katiu um fyrirtæki þeirra hjóna í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert