Norðanhvassviðri og éljagangur

Ferðmenn í rokinu í Víkurfjöru í dag.
Ferðmenn í rokinu í Víkurfjöru í dag. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs.

Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu og roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustan til. 

Sunnan- og vestanlands má búast við varasömum vindstrengjum við fjöll og eru ferðalangar hvattir til að kynna sér vel færð á vegum, veðurspár og viðvaranir áður en lagt er af stað. Spáð er að veðrið gangi niður á laugardag, fyrst vestanlands.

Vegir lokaðir

Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.

Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.

Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.

Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð. 

Fjarðarheiði er lokuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert