Snjónum kyngir niður á Hólum

Snjónum kyngir niður á Hólum í Hjaltadal.
Snjónum kyngir niður á Hólum í Hjaltadal. Ljósmynd/Facebook

Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir.

Háskólinn á Hólum birti myndskeið skömmu eftir hádegi þar sem sjá má hversu mikill snjór er á svæðinu. Þrátt fyrir að myndbandið sé tekið upp í hádeginu er heldur þungt yfir, enda éljagangur, vindur og þungskýjað.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan en spár gera ráð fyrir áframhaldandi snjókomu fram á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert