Velta fyrir sér að „hengja upp skíthælana“

Allt of mörg fyrirtæki umgangast starfsmenn sína með óásættanlegum hætti, ...
Allt of mörg fyrirtæki umgangast starfsmenn sína með óásættanlegum hætti, að sögn Halldórs. mbl.is/Rax

Fjölgun tilfella þar sem brotið er á vinnuverndarlöggjöf og kjarasamningum hefur haldist í hendur við þann uppgang átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu misseri. Á þetta sérstaklega við í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem þeim fyrirtækjum fjölgar jafnt og þétt sem brjóta á réttindum starfsfólks með víðtækum hætti. Í langflestum tilfellum er um að ræða erlent vinnuafl sem brotið er á.

Mikil fjölgun vinnuslysa í þeim hópi er einnig vísbending um að víða sé pottur brotinn. Þó er talið að um þriðjungur vinnuslysa séu ekki tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Þá hefur mbl.is heimildir fyrir því að fyrirtæki fljúgi starfsmönnum jafnvel af landi brott eftir vinnuslys til að koma í veg fyrir að þau séu tilkynnt.

Í viðskiptamódelinu að brjóta reglur

Fyrirtæki sem brjóta á kjarasamningum og réttindum starfsfólks eru gjarnan þau sömu og brjóta lög um vinnuvernd til dæmis með því að tilkynna ekki um stærri verk sem ráðist er í, gera ekki heilbrigðis- og öryggismat fyrir vinnustaðinn og hafa ekki til staðar samræmingaraðila.

Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, sagði í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að heimurinn í þessum bransa væri orðinn harðari. „Við erum byrjuð að eiga við frek­ar erfið fyr­ir­tæki þar sem um er að ræða vís­vit­andi brot­a­starf­semi. Það má segja að það sé í viðskipta­mód­el­inu að fara ekki eft­ir regl­un­um,“ sagði Björn meðal annars.

Vinnueftirlitið er nú farið að taka harðar á málum sem tengjast brotum á vinnuverndarlöggjöfinni. Tekin hefur verið upp ný upplýsingastefna sem felur meðal annars í sér að birta upplýsingar um fyrirtæki sem brjóta af sér á heimasíðu eftirlitsins. Til að mynda þegar bann er sett við vinnu. Þarf Vinnueftirlitið að grípa til slíkra þvingunaraðgerða yfir hundrað sinnum á ári, en árið 2015 var sú þvingunaraðgerð notuð í 132 tilfellum. Allt frá því að banna vinnu við ákveðna vél, upp í að banna vinnu á heilum vinnustað. Langalgengast er að slíkum þvingunaraðgerðum sé beitt í byggingarvinnu og í mannvirkjagerð.

Níðast á starfsfólkinu og drýgja tekjurnar

„Við getum fullyrt að, sérstaklega í bygginga- og mannvirkjagerð, þá eru alltof mörg fyrirtæki sem eru að umgangast sína starfsmenn með óásættanlegum hætti. Það fylgist mjög gjarnan að ef eitt er ekki í lagi, þá er annað ekki heldur í lagi,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

„Ef starfsmönnum er sýnd vanvirðing hvað varðar öryggis- og aðbúnaðarmál þá er sú vanvirðing gjarnan líka í sýnd öðrum aðbúnaðarmálum, sem lýtur að launakjörum og fleiru. Því miður erum við að sjá alltof mörg dæmi um þetta.“

Halldór segir mörg af þeim verri brotum sem hann hafi séð tengist starfsmannaleigum. Með vaxandi fjölda þeirra fyrirtækja sem nýta sér þjónustu starfsmannaleiga hefur ASÍ verði að merkja fleiri dæmi um alvarleg brot á kjörum og öðrum starfsréttindum.

„Það er bæði verið að greiða mönnum lakari laun en þeim ber samkvæmt kjarasamningum svo er verið að greiða prýðisgóðum fagmönnum verkamannalaun og það er líka undirboð á vinnumarkaði. Svo sjáum við í vaxandi mæli að það verið að drýgja enn frekar tekjurnar og níðast á starfsmönnum til dæmis með því að leigja þeim húsnæði á algjöru okurverði. Viðskiptamódelið er að þróast yfir í það. Bæði er verið að hafa tekjurnar af vinnunni og að selja starfsmönnunum allskonar þjónustu, eins og að láta þá borga fyrir flutning á milli húsnæðis og vinnustaðar og fleira. Það er nýtt.“

Fólk sett í ómögulegar aðstæður

Halldór bendir á að stærsti hluti þess erlenda vinnuafls sem starfi í byggingariðnaði, séu menn sem koma frá Austur-Evrópu. Hingað til hafi Pólverjar verið fjölmennastir en hópurinn er að breytast. „Menn eru að færa sig enn austar í Evrópu eins og til Króatíu, Rúmeníu og Búlgaríu þar sem kjör og aðbúnaður eru ennþá lakari. Vandinn er að þetta fólk er sett í einhverjar aðstæður sem eru ómögulegar en eru samt kannski skárri en það sem bíður þeirra heima fyrir.“

ASÍ hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort nöfn fyrirtækja verði birt sem þeir þurfa að eiga við og eru að brjóta á sínu starfsfólki. Halldór segir það hins vegar vera í umræðunni. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort við eigum að segja frá góðu fyrirtækjunum eða hengja upp skíthælana. Við erum að velta fyrir okkur hvoru tveggja.“

Halldór segir að vanda verði vel til verka þegar slíkar upplýsingar eru birtar, enda megi ekki gera stór mistök í þeim efnum. „Við erum samt með dæmi sem við getum sannarlega farið út með án þess að það þurfi að hafa af því nokkrar áhyggjur.“

Kalla eftir ítarlegri upplýsingum en áður

Það 19. september síðastliðinn hóf Samiðn, samband iðnfélaga, skipulagt átak sem felst í að fara í heimsóknir á vinnustaði í mannvirkjagerð og kalla eftir ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið gert. „Við erum að gera þetta dálítið öðruvísi en hefur verið gert fram að þessu. Vinnustaðaeftirlitið hefur falist í því að tékka á skráningu og slíku, sem er gott út af fyrir sig, en núna tökum við annað skref í viðbót og óskum eftir upplýsingum um launakjör og réttindi. Þá förum við til stjórnenda,“ sagði Þorbörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar í samtali við mbl.is í vikunni.

Tíu fyrirtæki hafa verið heimsótt fram að þessu, en á bak við þau er mikill fjöldi starfsmanna. Þorbjörn segir ýmislegt hafa komið í ljós í þessum eftirlitsferðum, en svo virðist vera að stærri fyrirtæki reyni að hafa hlutina í lagi. Það er hans tilfinning að stærri fyrirtæki hafi meiri skilning á því að byggja upp stabílan starfsmannahóp.

mbl.is

Innlent »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...