Þrír slösuðust á Holtavörðuheiði

Fólk frá Rauða krossi Íslands bíður í fjöldahjálparstöðinni í Borgarnesi …
Fólk frá Rauða krossi Íslands bíður í fjöldahjálparstöðinni í Borgarnesi eftir fólki sem lenti í slysinu á Holtavörðuheiði. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Þrír slösuðust í árekstrinum sem varð á Holtavörðuheiði fyrr í dag og verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eða á heilsugæslustöðina í Borgarnesi.

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi er ekki talið að meiðsli þeirra séu alvarleg.

Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Borgarnesi til að taka á móti fólki úr bílunum sem rákust saman. Búið er að koma öllu fólkinu inn í sjúkra- og björgunarsveitarbíla.

Fyrst var tilkynnt um átta bíla árekstur á heiðinni en samkvæmt lögreglunni voru bílarnir sjö sem rákust saman. 

Flytja þarf fimm bíla í burtu með krana vegna árekstrarins og eru kranabílar á leiðinni upp eftir.

Frá Holtavörðuheiði. Mynd úr safni.
Frá Holtavörðuheiði. Mynd úr safni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert