Áfram stórhríð og vindur

Það var ekkert sérstaklega gott veður á Akureyri í dag.
Það var ekkert sérstaklega gott veður á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi.

Spár gera ráð fyrir norðan 10-15 m/s vestanlands, annars 18-28 og eins og áður sagði er gert ráð fyrir mestum blæstri austast. Gert er ráð fyrir snjókomu og skafrenningi norðan- og austanlands en úrkomulausu í öðrum landshlutum.

Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira síðdegis á morgun.

Færðin er slæm á Norðurlandi, og víðar.
Færðin er slæm á Norðurlandi, og víðar. Ljósmynd/Vegagerðin

Veðurstofa ítrekar að ferðalangar eru hvattir til að kynna sér færð á vegum og veðurspár áður en haldið er af stað.

Holtavörðuheiði er lokuð. Lokað er um Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Hófaskarð og milli milli Dalvíkur og Akureyrar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð – sem og Fagridalur og Fjarðarheiði. Í Hamarsfirði eru gríðarlegar vindhviður og ófært vegna óveðurs en vindur fer þar í 55 m/s í hviðum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert