Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

Á svokallaðri Strætólóð á Kirkjusandi er áformað að byggja 300 …
Á svokallaðri Strætólóð á Kirkjusandi er áformað að byggja 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum á 9 lóðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna.

Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Alls bárust fimm tilboð. Módís ehf. átti næsthæsta tilboðið, 565 milljónir, Mannverk ehf. bauð 369 miljónir, Kaflar ehf. buðu 240 milljónir og Spennt ehf. 65 milljónir. Hæsta boðið var nokkuð yfir áætlun borgarinnar, sem var 550 milljónir.

Fram kemur í auglýsingu að á lóðinni Hallgerðargata 1 verði heimilt að byggja allt að 82 íbúðir, um 6.800 fermetrar auk 6.150 fermetra kjallararými með bílageymslum. 

Á svokallaðri Strætólóð á Kirkjusandi er áformað að byggja 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum á 9 lóðum. 

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert