Ekki ætti að kjósa um eðlileg viðhaldsverkefni

Fjölgun leiktækja fyrir börn í nokkrum hverfum er meðal þess …
Fjölgun leiktækja fyrir börn í nokkrum hverfum er meðal þess sem íbúakosningin hefur í för með sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu og fór fram dagana 3. til 19. nóvember sl. Borgarbúum var þar gefið tækifæri til að kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Alls voru 450 milljónir króna til ráðstöfunar sem samkvæmt úrslitunum verður varið verður til 76 verkefna á næsta ári.

Halldór segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til borgarstjóratíðar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hann segir að það sé jákvætt og mikilvægt að borgarbúar hafi eitthvað um mál í sínum hverfum að segja. Hins vegar valdi það vonbrigðum að þátttakan sé ekki mikil. Um 90% Reykvíkinga hafi ekki tekið þátt í kosningunni.

„Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór, en samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum nýttu 10,9% borgarbúa sér rétt sinn til að kjósa á milli framkvæmda í sínu hverfi. Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og 7,3% árið 2015. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri.

Gagnrýnt hefur verið að allmörg verkefna sem velja mátti hafi verið minniháttar og mörg þeirra hljóti að flokkast undir eðlilegt viðhald og sjálfsagðar framkvæmdir sem ekki ætti að þurfa að setja í kosningu. Halldór segist telja að sum verkefnanna sem kosið var um eigi ekki heima þar. 

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert