Endurhæfing sjúkra er fundið fé

Birgir Gunnarsson forstjóri og Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri lækninga, í æfingasal …
Birgir Gunnarsson forstjóri og Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri lækninga, í æfingasal á Reykjalundi. mbl.is/RAX

Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar.

Tæplega 1.100 manns koma á ári hverju í meðferð á Reykjalundi og árangurinn af starfinu þykir góður. Heildstæð nálgun á vanda hvers sjúklings, það er að endurhæfingin sé bæði líkamleg og andleg, er áhersluþáttur í meðferðinni á Reykjalundi. Á hinn bóginn er mikilvægt að endurskoða þann samning við Sjúkratryggingar Íslands sem stofnunin starfar eftir, svo þróa megi starfsemina betur áfram.

„Kostnaður sem samfélagið leggur til endurhæfingar sjúkra er fundið fé. Hver króna kemur áttfalt til baka. Þjónustusamninginn sem við störfum samkvæmt og er í grunninn frá árinu 2000 þarf þó að endurbæta. Á þeim tíma sem liðinn er hefur þjóðinni t.d. fjölgað um 20% eða 60 þúsund manns. Í tæpan áratug hefur starfsemin hér verið svelt. Framlög til okkar voru skert um 20% eftir hrunið eða í kringum 300 milljónir króna á ári. Ekkert af þessu hefur skilað sér til baka, utan verðlagshækkanir,“ segir Birgir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert